Úrvalshópur UÍA í sundi á æfingu

Æfingbúðir fyrir úrvalshóp UÍA í sundi fóru fram á Djúpavogi 4. febrúar. Mættir voru 12 krakkar frá öllum
aðildarfélögum ÚÍA sem æfa sund. Samstarf er við sunddeild Sindra á Höfn sem einnig tekur þátt í starfi úrvalshópsins.
En markmið úrvalshópsins er að styðja við efnilega sundmenn á svæðinu og efla þá til að taka þátt í mótum utan fjórðungs.

 

Þjáflarar hópsins eru nú að vinna að lámörkum til inngöngu í afrekshópinn. Má vænta niðurstöðu innan skamms með niðurstöðu þessarar vinnu.

Hópurinn er eins og gefur að skilja, æði dreifður um Austurland en nýtir nútímatækni til halda tengslum, því bæði krakkarnir og foreldrarnir í hópnum hafa stofnað facebooksíðu til að auðvelda samskipti sín í millum.

Hér til hliðar má sjá mynd af Úrvalshópnum. Óskar Hjartarson einn af þjáflurum hópsins tók myndina.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok