Úrvalshópur UÍA í sundi á æfingu
Æfingbúðir fyrir úrvalshóp UÍA í sundi fóru fram á Djúpavogi 4. febrúar. Mættir voru 12 krakkar frá öllum
aðildarfélögum ÚÍA sem æfa sund. Samstarf er við sunddeild Sindra á Höfn sem einnig tekur þátt í starfi úrvalshópsins.
En markmið úrvalshópsins er að styðja við efnilega sundmenn á svæðinu og efla þá til að taka þátt í mótum utan fjórðungs.
Þjáflarar hópsins eru nú að vinna að lámörkum til inngöngu í afrekshópinn. Má vænta niðurstöðu innan skamms með niðurstöðu þessarar vinnu.
Hópurinn er eins og gefur að skilja, æði dreifður um Austurland en nýtir nútímatækni til halda tengslum, því bæði krakkarnir og foreldrarnir í hópnum hafa stofnað facebooksíðu til að auðvelda samskipti sín í millum.
Hér til hliðar má sjá mynd af Úrvalshópnum. Óskar Hjartarson einn af þjáflurum hópsins tók myndina.