Upplýsingar vegna frjálsíþróttamóta framundan

Næstu helgi verður mikið um að vera hjá frjálsíþróttafólki á Austurlandi en þá fara fram Meistaramót UÍA fyrir 11 ára og eldri og Ávaxtamót UÍA fyrir 10 ára og yngri.

Meistaramót UÍA verður haldið í Fjarðahöllinni á Reyðarfirði laugardaginn 28. janúar og hefst kl 12 (húsið opnar fyrir keppendur til upphitunar kl 11.30). Keppt verður í flokkum drengja og stúlkna 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri í 60 m hlaupi, langstökki, hástökki, kúluvarpi og hringhlaupi. Verðlauna er fyrir þrjú efstu sæti í hverri grein. Þátttöikugjald er 1000 kr á keppenda óháð greinafjölda. Keppendur og áhorfendur er hvattir til að klæða sig vel því eins og flestir vita getur orðið æði kalt í höllinni. Mótið er öllum opið og krakkar sem ekki hafa æft frjálsar íþróttir en langar til að prófa eru hjartanlega velkomnir.

Ávaxtamót UÍA fyrir 10 ára og yngri verður á sunnudaginn 29. janúar, í íþróttahúsinu á Fáskrúðsfirði og hefst kl 12. Þar verður keppt í flokkum stráka og stelpna 8 ára og yngri og 9-10 ára í spretthlaupi, langstökki án atrennu, boltakasti og þrautaboðhlaupi. Eins og jafnan á mótum hjá  yngstu frjálsíþróttaköppunum ræður leikgleðin ríkjum, glaðbeittir ávextir kíkja í heimsókn og allir þátttakendur fá glaðning í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna. Þátttökugjald er 600 kr á keppenda óháð greinafjölda. Á þetta mót eru allir krakkar 10 ára og yngri hjartanlega velkomnir og skiptir þar engu hvort þeir hafa reynslu af frjálsíþróttaiðkun eða ekki.

Skráningar á bæði mótin skulu berast í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., þátttakendur eru eindregið hvattir til að skrá sig fyrirfram þar sem það einfaldrar undirbúning mótanna verulega, en þó verður tekið við skráningum á staðnum. Mótsgjöld skulu greiðast á reikning UÍA 305-26-4104 kt 6602694369 eða á staðnum áður en mót hefst.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok