Þemadagur Þristar

UMF Þristur stóð fyrir fjörugum þemadegi á Hallormsstað síðastliðinn laugardag. Um þrjátíu manns á öllum aldri tóku þátt í fjölbreyttri dagskrá sem öll miðaði að því að hreyfa sig og hafa gaman saman. Dagurinn hófst kl 11, en þá kenndi Auður Vala Gunnarsdóttir þátttakendum sitt hvað í zumba og taktvissar tær fengu þar að njóta sín til fulls.

 

Að dansi loknum var snædd dýrindis súpa og saltat og því næst tekið á móti Þóroddi Helgasyni, sem ásamt tveim iðkenda sinna í glímudeild Vals, sýndi glímu af sinni alkunnu snilld. Þátttakendur fengu því næst að spreyta sig og óhætt að segja að allir hafi skemmti sér vel þrátt fyrir að bylturnar hafi orðið margar og mis fallegar.

Að átökum loknum runnu skógarlummur með birkisýrópi ljúlfega niður í mannskapinn.

Síðast en ekki síst sótti Sverrir Gestsson, skákmaður með meiru, skóginn heim, ræddi um skák, leiðbendi skákfólki Þristar og telfdi við það fjöltefli.

Það voru ögn þreyttir en afar kátir Þristar sem héldu heimleiðis um kl 17, eftir fjörmikinn og fróðlegan dag.

Stjórn Þristar þakkar kennurum og þátttakendu kærlega fyrir daginn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok