Annað sætið rann úr greipum Hattar
Körfuknattleikslið Hattar beið ósigur fyrir Breiðablik 68-73 í íþróttahúsinu á Egilsstöðum, í þýðingarmiklum leik í lokaumferð 1. deildar karla, síðastliðinn föstudag. En sigur í leiknum hefi tryggt Hetti 2. sætið í keppninni.
Leikurinn fór hægt af stað og höfðu heimamenn undirtökin framan af, þegar leið á leikinn sótti Breiðablik í sig veðrið og höfðu sigur á loka sekúndunum eftir umdeilt brot heimamanna.
Sigur Blikananna dugði þeim þó ekki til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninn, en þangað rötuðu ÍA menn eftir sigur á Ármanni. Höttur heldur hinsvegar ótrauður áfram og mætir Skallagrím í Borgarnesi. Það lið sem fyrst sigrar tvo leiki í þeirri rimmu mun mæta ÍA eða Hamri í úrslitarimmu um sæti í úrvalsdeild.
Áfram Höttur!
Frekari fréttir af leiknum má lesa hér á heimasíðu Agl.is