Kajakaklúbburinn KAJ á kvöldvöku í Kreml

 

Miðvikudaginn 21. mars kl 20:00 verður Kajakfélagið KAJ með, kynningu á kajaksprotinu og starfi félagsins, á kvöldvöku í Kreml undir yfirskriftinni Kajakróður sem ferðamáti. Ari Benediktsson formaður KAJ hefur framsögn og sýnir myndir.

 

Þetta framtak er liður í mánaðarlegum kvöldvökum, starfsstöðvar ÞNA í Kreml, þar sem fjallað er um efni tengd byggðarlaginu og mannlífinu. Kvöldvökugestir hvattir til að koma með innlegg og ábendingar. Öllum er velkomið að koma, fræðast um kajaksportið og þiggja kaffi og veitingar.

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok