Blaklið Þróttar blandar sér í toppbaráttuna

 

Þróttur Neskaupstað náði fjórða sætinu í 1. deild kvenna í blaki, sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni, þegar liðið lagði Ými í síðasta heimaleik leiktíðarinnar á laugardag.

Þróttur sigraði allar hrinurnar þrjár en leikurinn var engu að síður spennandi og oft mjótt á munum.

 

Í liði Þróttar Nes var Lilja Einarsdóttir atkvæðamest með 12 stig en Hulda Elma Eysteinsdóttir gerði 11 stig. Í liði Ýmis var Birna Hallsdóttir stigahæst með 4 stig.

Með sigrinum komst Þróttur upp fyrir Ými í baráttunni um fjórða sætið sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Liðið er með fimmtán stig í fjórða sæti, stigi á eftir Þrótti Reykjavík en tveimur stigum á undan Ými. Afturelding og HK eru langefst í deildinni.

Þróttarliðið spilar gegn Eik í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll á laugardag en úrslitin fara fram á sunnudag. Liðið á tvo deildarleiki eftir, gegn HK og Þrótti Reykjavík.

Áfram Þróttur.

Frekari fréttir af leiknum má sjá hér á heimasíðu agl.is

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok