Helgi og Hreinn gullmerkjahafar ÍSÍ
Helgi Sigurðsson og Hreinn Halldórsson voru, á Sambandsþingi UÍA, sæmdir gullmerki ÍSÍ fyrir ötul störf í þágu íþróttalífs jafnt í fjórðungum sem á landsvísu.
Helgi Sigurðsson og Hreinn Halldórsson voru, á Sambandsþingi UÍA, sæmdir gullmerki ÍSÍ fyrir ötul störf í þágu íþróttalífs jafnt í fjórðungum sem á landsvísu.
Á 62. Sambandsþingi UÍA sem fram fór á Brúarási í gær, kom fjöldi góðra gesta og sumir hverjir komu færandi hendi. Helgi Kristinsson verkstjóri Landflutninga á Austurlandi var einn þeirra. Hann færði UÍA styrk sem nemur 311.040 kr, styrkurinn er óskertur ágóði af flutningsgjöldum jólapakka til og frá Austurlandi fyrir síðustu jól. Landflutningar styrkja, með þessum hætti íþróttastarf barna og unglinga víða um land og er UÍA þakklátt fyrir að njóta góðs af því.
Ungmennaráð Fjarðabyggðar býður ungmennaráðum á Austurlandi til málþings um útivist í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, mánudaginn 16. apríl milli kl. 17:00 og 19:00. Sérstakur gestur er Bård Meløe, leiðtogi í Vesterålen friluftsråd, en hann er þekktur innan norsku íþróttahreyfingarinnar sem sundkappi og sérstakur áhugamaður um hjólreiðar og fjallamennsku.
Eftir fundinn býður Fjarðabyggð ungmennaráðunum til kvöldverðar 19:00-20:00 og síðan verður málþingið opnað kl. 20:00
Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ heiðraði gesti Sambandsþings UÍA með nærveru sinni og sæmdi þrjá einstaklinga starfsmerki UMFÍ og einn gullmerki UMFÍ.
Helena Kristín Gunnarsdóttir blakkona úr Þrótti var útnefnd íþróttamaður UÍA 2011 á 62. Sambandsþing UÍA sem fram fór í Brúarási í gær.
62. Sambandsþing UÍA fer fram næstkomandi sunnudag. Þingið verður að þessu sinni á Brúarási og er búist við góðri mætingu og líflegum umræðum.
Auk hefðbundinna þingstarfa verður tilkynnt um val á íþróttamanni UÍA árið 2011, starfsmerki UÍA veitt og fjall UÍA sumarið 2012 valið.
Von er á góðum gestum á þingið en Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Garðar Svansson fulltrúi ÍSÍ og Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði munu ávarpa þingið.
Á 62. Sambandsþingi UÍA sem fór fram í Brúarási 15. apríl voru að vanda veitt starfsmerki UÍA, til einstaklinga sem með ötulu og óeigingjörnu sjálfboðaliðastarfi hafa skipt sköpum í æskulýðs- og íþróttamálum í fjórðungnum.
Kvennalið Þróttar í blaki er komið í úrslit í keppni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið HK í tveimur viðureignum.
Síðastliðinn föstudag spiluðu okkar stúlkur við HK í Kópavogi þar sem liðið var hvatt vel áfram af tæplega 70 Þrótturum sem voru komnir í Kópavoginn á yngriflokkamót í blaki.
Leikurinn fór 1 - 3 fyrir Þrótti og var leikurinn æsispennandi frá upphafi til enda en hrinurnar fóru 26-28, 15-25, 25-19 og 26-28.
Ungmennaráð Fjarðabyggðar býður ungmennaráðum á Austurlandi til málþings um útivist í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, mánudaginn 16. apríl milli kl. 17:00 og 19:00. Sérstakur gestur er Bård Meløe, leiðtogi í Vesterålen friluftsråd, en hann er þekktur innan norsku íþróttahreyfingarinnar sem sundkappi og sérstakur áhugamaður um hjólreiðar og fjallamennsku.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.