Málþing um útivist

Ungmennaráð Fjarðabyggðar býður ungmennaráðum á Austurlandi til málþings um útivist í Fróðleiksmolanum á Reyðarfirði, mánudaginn 16. apríl milli kl. 17:00 og 19:00. Sérstakur gestur er Bård Meløe, leiðtogi í Vesterålen friluftsråd, en hann er þekktur innan norsku íþróttahreyfingarinnar sem sundkappi og sérstakur áhugamaður um hjólreiðar og fjallamennsku. 
Eftir fundinn býður Fjarðabyggð ungmennaráðunum til kvöldverðar 19:00-20:00 og síðan verður málþingið opnað kl. 20:00 Málþingið er öllum opið eftir kl. 20:00, en þá mun Bård Meløe flytja erindi um gildi útivistar og fjölbreytta útivistarmöguleika. Ungmennaráð Fjarðabyggðar vonar að ungmennaráð Fljótsdalshéraðs og UÍA geti nýtt sér boðið og tekið þátt í málþinginu.

Við hvetjum áhugafólk um útivist að láta þetta ekki framhjá sér fara.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok