Sambandsþing UÍA fer fram á sunnudag
62. Sambandsþing UÍA fer fram næstkomandi sunnudag. Þingið verður að þessu sinni á Brúarási og er búist við góðri mætingu og líflegum umræðum.
Auk hefðbundinna þingstarfa verður tilkynnt um val á íþróttamanni UÍA árið 2011, starfsmerki UÍA veitt og fjall UÍA sumarið 2012 valið.
Von er á góðum gestum á þingið en Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Garðar Svansson fulltrúi ÍSÍ og Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði munu ávarpa þingið.
Þingið hefst kl 11 og lýkur kl 17.
Dagskrá þings er eftirfarandi:
Dagskrá 62. Sambandsþings UÍA
Brúarás 15. apríl 2012
11:00 Þingsetning – Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA
11:10 Skipun starfmanna þingsins
a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd
11:15 Skýrsla stjórnar – Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA
11:35 Skýrslur sérráða
a) Frjálsíþróttaráð – Elsa Guðný Björgvinsdóttir
b) Sundráð – Gunnar Jónsson formaður
c) Ungmennaráð - Brynjar Gauti Snorrason
d) Glímuráð - Sigubjörg Hjaltadóttir
e) Körfuknattleikssráð - Erlingur Guðjónsson
11:50 Umræður um skýrslu stjórnar og sérráða
12:00 Ársreikningur 2011 lagður fram – Jósef Auðunn Friðriksson UÍA
12:15 Umræður um ársreikninga
12:30 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa – Formaður kjörbréfanefndar
12:35 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
12:40 Vísan mála í nefndir
12:45 Hádegisverður og veiting viðurkenninga.
13:15 Ávörp gesta
a) Fulltrúi UMFÍ b) Fulltrúi ÍSÍ c) Fulltrúi Fjótsdalshéraðs
13:30 Nefndastarf hefst.
a)Fjárhagsnefnd b)Laganefnd c)Allsherjarnefnd
14:00 Afgreiðsla mála úr fjárhagsnefnd
a) Fjárhagsáætlun b) Árgjald aðildarfélaga c) Annað
14:45 Afgreiðsla mála úr laganefnd
a) Lagabreytingar b) Annað
15:30 Afgreiðsla mála úr Allsherjarnefnd
a) Ályktanir b) Annað
16:15 Kosningar
a) Formaður b) 4 menn í aðal stjórn c) 3 í varastjórn d) 2 Skoðunarmenn reikninga (2 til vara) e) Önnur trúnaðarstörf
16:30 Önnur mál
a) Sumarstarfið – Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra
b) Fundarstaður næsta þings
c) Innganga nýrra aðildarfélaga
d) Mathákur og kjaftaskur þingsins heiðraðir.
e) Annað
17:00 Þingslit
Á meðfylgjandi mynd má sjá Elínu Rán Björnsdóttur formann UÍA í pontu, á góðri stundu.