Sambandsþing UÍA fer fram á sunnudag

62. Sambandsþing UÍA fer fram næstkomandi sunnudag. Þingið verður að þessu sinni á Brúarási og er búist við góðri mætingu og líflegum umræðum.

Auk hefðbundinna þingstarfa verður tilkynnt um val á íþróttamanni UÍA árið 2011, starfsmerki UÍA veitt og fjall UÍA sumarið 2012 valið.

Von er á góðum gestum á þingið en Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Garðar Svansson fulltrúi ÍSÍ og Björn Ingimarsson bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði munu ávarpa þingið.

Þingið hefst kl 11 og lýkur kl 17.

Dagskrá þings er eftirfarandi:

Dagskrá 62. Sambandsþings UÍA
Brúarás 15. apríl 2012

11:00 Þingsetning – Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA
11:10 Skipun starfmanna þingsins
a) Þingforseti b) Þingritari c) Kjörbréfanefnd
11:15 Skýrsla stjórnar – Elín Rán Björnsdóttir formaður UÍA
11:35 Skýrslur sérráða
a) Frjálsíþróttaráð – Elsa Guðný Björgvinsdóttir
b) Sundráð – Gunnar Jónsson formaður
c) Ungmennaráð - Brynjar Gauti Snorrason
d) Glímuráð - Sigubjörg Hjaltadóttir
e) Körfuknattleikssráð - Erlingur Guðjónsson
11:50 Umræður um skýrslu stjórnar og sérráða
12:00 Ársreikningur 2011 lagður fram – Jósef Auðunn Friðriksson UÍA
12:15 Umræður um ársreikninga
12:30 Ákvörðun um atkvæðisrétt mættra fulltrúa – Formaður kjörbréfanefndar
12:35 Skýrsla stjórnar og ársreikningar bornir undir atkvæði.
12:40 Vísan mála í nefndir
12:45 Hádegisverður og veiting viðurkenninga.
13:15 Ávörp gesta
a) Fulltrúi UMFÍ b) Fulltrúi ÍSÍ c) Fulltrúi Fjótsdalshéraðs
13:30 Nefndastarf hefst.
a)Fjárhagsnefnd b)Laganefnd c)Allsherjarnefnd
14:00 Afgreiðsla mála úr fjárhagsnefnd
a) Fjárhagsáætlun b) Árgjald aðildarfélaga c) Annað
14:45 Afgreiðsla mála úr laganefnd
a) Lagabreytingar b) Annað
15:30 Afgreiðsla mála úr Allsherjarnefnd
a) Ályktanir b) Annað
16:15 Kosningar
a) Formaður b) 4 menn í aðal stjórn c) 3 í varastjórn d) 2 Skoðunarmenn reikninga (2 til vara)  e) Önnur trúnaðarstörf
16:30 Önnur mál
a) Sumarstarfið – Hildur Bergsdóttir framkvæmdastýra
b) Fundarstaður næsta þings
c) Innganga nýrra aðildarfélaga
d) Mathákur og kjaftaskur þingsins heiðraðir.
e) Annað
17:00 Þingslit

Á meðfylgjandi mynd má sjá Elínu Rán Björnsdóttur formann UÍA í pontu, á góðri stundu.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok