Líf og fjör hjá skíðafólki

Það var í nógu að snúast hjá austfirsku skíðafólki um síðustu helgi og verður áfram.

Fjöldi keppenda 12 ára og yngri frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar heimsóttu félaga sína í Mývetningi heim og kepptu þar á Kröflumóti. Á  laugardaginn léku veðurguðirnir við hvurn sinn fingur og keppni í svig og stórsvigi gekk vel.

Auk þess að bruna um brekkunar gæddu keppendur sér á grilluðum pylsum, svömluðu í Jarðböðunum og skemmtu sér saman á kvöldvöku. Á sunnudeginum þurfti hinsvegar að aflýsa keppni vegna veðurs en í stað þess fengu keppendur kynningarferð um Kröfluvirkjun og höfðu gagn og gaman af.

Um síðustu helgi fór fram Bikarmót 13-14 ára í Oddskarð, það sóttu um 50 keppendur víðsvegar að af landinu. Á laugardeginum lék veðrið við keppendur og aðstæður voru eins og best verður á kosið. Björn Ásgeir Guðmundsson úr Skíðafélagi Fjarðabyggðar náði bestum árangri okkar fólks en hann hafnaði í öðru sæti í flokki drengja.  Á sunnudeginum blés helst til hressilega og aflýsa varð keppni. Heildarúrslit mótsins má finna hér á heimasíðu Skíðafélags Fjarðabyggðar.

Í gær var blásið til Oddskarðsmóts þar sem meðal annars þeim keppendum, sem urðu af keppni vegna veðurs deginum áður, gafst færi á að spreyta sig. Aðstæður voru hinar bestu og allt gekk að óskum.

Næstu helgi fer svo fram Austurlandsmót í Stafdal. Þar verður keppt í svigi og stórsvigi í flokkum 8 ára og yngri, 9-10 ára og 11 ára og eldri. Nánari upplýsingar um mótið má finna hér á heimasíðu Skíðafélagsins í Stafdal.

Hér til hliðar má sjá mynd af hrssum skíðakrökkum á Kröflumóti, myndin er fengin af vef Skíðafélagsins í Stafdal.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok