Úrvalshópur UÍA í sundi hittist og æfir

Starf Úrvalshóps UÍA í sundi hefur verið öflugt í vetur. Í hópnum eiga efnilegustu sundkappar í sundfélögum á Austurlandi sæti og er markmið hópsins að styðja þá og styrkja til frekari afreka og þátttöku í mótum utan fjórðungs. Samstarf er við Sunddeild Sindra á Höfn um hópinn og hefur það gefið góða raun. Hópurinn æfir reglulega saman og hittist nú síðast 17. mars síðastliðinn í Neskaupstað og æfði saman undir stjórn Óskars Hjartarsonar. Krakkarnir lögðu sig öll fram við æfingarnar og nutu þess auk þess að vera saman og læra hvert af öðru. Næsta æfing hópsins er fyrirhuguð 14. apríl á Höfn, einnig er stefnt á sundmót á Dalvík 12. maí. Gaman verður að fylgjast með því hvernig okkar fólki vegnar þar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok