Skák er skemmtileg.
Skáklífið virðist blómstra á Héraði um þessar mundir. Þann 20. mars fór fram Páskaeggjaskákmót UMF Þristar í Hallormsstaðaskóla og í gær telfdu rúmlega 50 krakkar á Skákmóti grunnskóla á Fljótsdalshéraði.
Páskaeggjaskákmót er fastur liður í starfi UMF Þristar, enda nýtur mótið jafnan mikilla vinsælda. Nú sem endra nær reyndu nánast allir nemendur Hallormsstaðaskóla þar með sér í skák, telfdar voru af kappi átta umferðir og að þeim loknum fengu allir þátttakendur lítið páskaegg í viðurkenningarskyni fyrir þátttökuna.
Sigurvegarar móstins urðu á yngsta stigi Þorsteinn Ivan Bjarkason og Sara Sæmundardóttir, á miðstigi Hjálmar Óli Jóhannsson og Sigurlaug Eir Þórsdóttir og á elsta stigi Ágúst Jóhann Ágústsson og Hjördís Sveinsdóttir hlutu þau öll veglegt páskaegg að launum fyrir frammistöðuna.
Skákmót grunnskóla á Fljótsdalshéraði skipar einnig fastan sess hjá skákkrökkum á svæðinu. Það er skákstjórinn knái Sverrir Gestsson, sem meðal annars hélt utan um skákmót ULM, sem h efur veg og vanda að undirbúningi og framkvæmd þess. Mótið fór fram í Egilsstaðskóla og alls tóku rúmlega 50 nemendur úr skólunum fjórum þátt í mótinu.
Tefldar voru 5 umferðir og að þeim loknum stóð Mikael Máni Freysson í 9. bekk í Hallormsstaðarskóla uppi sem sigurvegari. Hann og Hjálmar Óli Jóhannsson úr sama skóla voru báðir með 4 vinninga fyrir lokaumferðina og skák þeirra í síðustu umferð því hrein úrslitaskák. Mikael Máni hlaut að launum farandbikar og eignarbikar. Það var Bólholt sem lagði til verðlaunin en auk bikaranna voru veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í drengja- og stúlknaflokki í aldurshópunum 1.-5. bekkur og 6.-10. bekkur.
Úrslit voru mótsins voru að öðru leyti þessi:
1.-5. bekkur
Stúlkur
1. Anna Birna Jakobsdóttir, 5.b Hallormsstaðarskóla
2. Guðrún Lára Einarsdóttir, 4.b Fellaskóla
3. Jófríður Úlfarsdóttir, 5.b Egilsstaðaskóla
Drengir
1. Vignir Freyr Magnússon, 5.b Egilsstaðaskóla
2. Máni Benediktsson, 2.b Brúarásskóla
3. Hólmar Logi Ragnarsson, 5.b Brúarásskóla
6.-10. bekkur
Stúlkur
1. Eydís Hildur Jóhannsdóttir, 8.b Hallormsstaðarskóla
2. Laufey Sverrisdóttir, 10. b Fellaskóla
3. Hjördís Sveinsdóttir 9.b Hallormsstaðarskóla
Drengir
1. Mikael Máni Freysson, 9.b Hallormsstaðarskóla
2. Wiktor T. Tómasson, 7.b Fellaskóla
3. Kolbeinn Magnús Lárusson, 10.b Hallormsstaðarskóla
Á efri myndinni má sjá einbeitta skákkappa á Páskaeggjaskákmóti, myndina tók Bjarki Sigurðsson.
Á neðri myndinni má sjá sigurvegara á Skákmóti grunnskóla á Fljótsdalshéraði, myndina tók Sverrir Gestsson.