Sandfell í Fáskrúðsfirði fjall UÍA 2012

Á Sambandsþingi UÍA síðastliðinn sunnudag var Fjall UÍA 2012, í gönguverkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið, kosið.

Sandfell í Fáskrúðsfirði hlaut flest atkvæði og mun göngulýsing á fellið birtast í göngubók UMFÍ, Göngum um Ísland sem út kemur á hverju ári.

 

Sandfell er sérstæður bergeitillinn 734 m hár og 600 m þykkur og er eitt besta sýnishorn frá tertíertíma á norðurhveli jarðar.

Mjög skemmtileg og falleg gönguleið er upp á Sandfellið:
Farið er frá þjóðvegi við brú á Víkurgerðisánni og gengið upp með ánni að utanverðu og áleiðis inn Fleinsdal og síðan beygt til hægri og inn og upp á Sandfell. Gönguleiðin á fjallið er merkt.
Sama leið er gengin til baka. Gangan tekur um 5 klst fram og til baka. Mjög áhugaverður staður og falleg útsýni. Sérstakri Fjölskyldan á fjallið gestabók verður komið fyrir á fellinu með vorinu og allir sem leggja leið sína á toppinn hvattir til að rita nafn sitt í hana. Að hausti er bókin tekin niður og nöfn göngugarpa sett í pott og heppninn þátttakandi dregin út. Ráðgert er að fara í skipulagða UÍAgöngu á fellið þegar sumri fer að halla.

Verður hvoru tveggja auglýst, þegar Fjölskyldan á fjallið gestabókin verður komin á sinn stað sem og skipulögð gönguferð.

Á efri myndinni hér til hliðar má sjá Ágúst Þór Margeirsson fulltrúa Hattar skila inn sínu atkvæði í víðförlan gönguskó.

Á neðri myndinni má sjá Sandfell skarta sínu fegursta á sólríkum sumardegi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok