Afturelding hampar Íslandsmeistaratitlinum í blaki eftir spennandi viðureign við Þrótt

Þróttur beið lægri hlut fyrir Aftureldingu í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í blaki, í æsispennandi leik á Norðfirði um helgina.

 

 

Íþróttahúsið á Norðfirði var smekkfullt af áhorfendum sem studdu okkar stúlkur dyggilega.

Fyrsta hrina leiksins var jöfn og spennandi framan af, en í seinni hluta hennar sigu Þróttarstúlkur samfærandi framúr og sigruðu hrinuna 25-15. Afturelding beit frá sér í næstu hrinu og vann hana 25-15. Þriðja hrina var æsispennandi og jafnt á öllum tölum. Afturelding hafði þó sigur að lokum 27-25. Í fjórðu og síðustu hrinunni leit út fyrir að okkar stúlkur hefðu lagt árar í bát og Aftureldning komst í stöðuna 17-10. Þá tók Þróttur við sér og náði að minnka muninn í 20-17. Aftureldingu tókst þó betur til á lokasprettinum og hafði sigur 25-22 og þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Mynd: Garðar Eðvaldsson.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok