Hjólað í vinnuna er hafið

Hjólað í vinnuna hófst í morgunn og stendur til 29. maí. Það hafa því vonandi sem flestir pumpað í dekk, smurt keðjur, fægt bjöllur, girt buxurnar ofan í sokkana og geysts hjólandi til vinnu í morgunn.

 

Keppnin fagnar 10 ára afmæli í ár og er bryddað upp á nokkrum nýjungum, auk þess sem ýmiskonar leikir og happdrætti eru í tengslum við verkefnið. Nánari upplýsingar um keppnina má finna hér á heimsíðu hennar. Þar er einnig hægt að skrá lið til keppni.

Skrifstofa UÍA er að sjálfsögðu með lið í keppnni og byrjaði af krafti í morgunn þegar framkvæmdastýra sambandsins hljóp til vinnu um 18 km. Það er þó ljóst að liðið mun leggja megin áherslu á hjólreiðar, enda full þörf á að liðka hjólin fyrir sumarið. Í sumar stendur UÍA ásamt Austurför og Fljótsdalshéraði fyrir hjólreiðakeppninni Tour de Ormurinn, umhverfis Lagarfljót. Keppnin fer fram á Ormsteiti 12. ágúst og verða tvær leiðir í boði annars vegar:  Hörkutólahringurinn 103 km og Umhverfis orminn langa 70 km, en á þeirri leið verður einnig boðið uppá liðakeppni. Nánari upplýsingar um keppnina munu birtast á hér á síðunni innan skamms.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok