Á ég að segja þér sögu? Farandnámskeið í frásagnarlist á Egilsstöðum

Á morgun þann 4. maí verður boðið uppá námskeiðið ,,Á ég að segja þér sögu?" á skrifstofu UÍA Tjarnarási 6 og hefst það kl 16:00 og stendur til 18:00. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum 11-16 ára og þátttakendum að kostnaðarlausu.

UÍA heldur námskeiðið með stuðningi frá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Menningarráði Austurlands og hefur það flakkað viða um Austurland nú í vetur.

Markmið námskeiðsins er að kenna börnum og unglingum á aldrinum 11-16 ára grunnatriði í frásagnarlist, vekja áhuga þeirra á sagnaforminu og styrkja þau í að tala fyrir framan áhorfendur.

Á námskeiðinu verður farið í helstu þætti frásagnarlistar, þátttakendum sagðar sögur og þeim leyft að spreyta sig í sagnaflutningi , einnig verður námskeiðið brotið upp með leikjum og æfingum ýmiskonar.

Berglind Agnarsdóttir hjá Sögubroti kennir á námskeiðinu en hún hefur starfað sem sagnaþulur í u.þ.b. 20 ár. Berglind hefur sótt námskeið í frásagnalist til: Skotlands, Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur auk þess að hafa kennt á fjölda mörgum námskeiðum sjálf. Þá hefur hún komið fram á sagnahátíðum víða um heim og ber titilinn "besti saganmaður Íslands 2011".

Skráningar fara fram á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., eða í síma 4711353.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok