Fimleikastúlka frá Hetti valin í landsliðsúrtak í flokki 13-17 ára

Valdís Ellen Kristjánsdóttir 16 ára fimleikakona frá Hetti var nýverið valin í 50 manna úrtakshóp 13-17 ára fyrir landslið Íslands í fimleikum.

 

Í vetur var opin landsliðsæfing fyrir þá sem gáfu kost á sér í landsliðsverkefni hópfimleika á vegum Fimleiksambands Íslands árið 2012.
Sendar voru út kröfur til fimleikafélaga sem iðkendur þurftu að uppfylla til að geta farið á æfinguna.  Að þessu sinni fór einn iðkandi frá fimleikadeild Hattar á Egilsstöðum,  Valdís Ellen Kristjánsdóttir fædd 1996.  Í kjölfarið var Valdís valin í 50 manna hóp sem æfir saman fram í september n.k en þá verða valdir 28 einstaklingar sem skipa tvö landslið í flokki 13-17 ára.  Annars vegar kvennalið og hins vegar mix lið.  Valdís Ellen er fyrsta fimleikakonan á Austurlandi til að ná þessum árangri og er markmið hennar að komast í 28 manna hópinn.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok