Mótaskrá frjálsíþróttaráðs UÍA
Frjálsíþróttaráð UÍA stendur sem endranær að öflugu mótahaldi í sumar, og liggur nú mótaskrá sumarsins fyrir.
20. maí. Meistaramót UÍA fyrir 11 ára og eldri. Haldið á Vilhjálmsvelli og hefst kl 12. Keppt í hástökki, langstökki, kúluvarpi, 60 m hlaupi og 600/800 m hlaupi. Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri grein. Keppt í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Þátttökugjald 1000 kr óháð greinafjölda.
Mótaröð UÍA og HEF verður á sínum stað í sumar.
Fjögur mót eru í mótaröðinni en á þeim reyndu keppendur með sér í all flestum greinum frjálsra íþrótta og safna stigum í gegnum alla mótaröðina. Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Þeir hlutskörpustu í hverjum flokki voru verðlaunaðir í lok sumars. Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli og keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Mót í mótaröðinni verða:
30. maí. Kúluvarp, 200 m hlaup, þrístökk.
26. júní. 80/100/110 m grindahlaup, hástökk, spjótkast og 1500 m hlaup.
25. júlí. Langstökk, 80/100 m hlaup, kringlukast og 800 m hlaup.
22. ágúst. Sleggjukast, langstökk, 400 m hlaup og frjálsíþróttaflipp!
Þátttökugjöld á hvert mót er 500 kr óháð greinafjölda.
15. ágúst verður hið bráðskemmtilega Spretts Sporlanga mót í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri. Þar verður spreyta þátttakendur sig í 60 m hlaupi, langstökki, boltakasti og 400 m hlaupi, auk þess sem farið verður í þrautabraut og leiki. Þátttökugjald er 500 kr og allir þátttakendur fá viðurkenningu.
Frjálsíþróttakeppni á Sumarhátíð UÍA 6.-8. júlí verður að sjálfsögðu á sínum stað og ætluð öllum aldurshópum.
Auk þessa heldur ráðið utan um framkvæmd Maraþonboðhlaups FRÍ sem verður á Egilsstöðum 5. júní og verður auglýst nánar síðar.