Mótaskrá frjálsíþróttaráðs UÍA

Frjálsíþróttaráð UÍA stendur sem endranær að öflugu mótahaldi í sumar, og liggur nú mótaskrá sumarsins fyrir.

20. maí. Meistaramót UÍA fyrir 11 ára og eldri. Haldið á Vilhjálmsvelli og hefst kl 12. Keppt í hástökki, langstökki, kúluvarpi, 60 m hlaupi og 600/800 m hlaupi. Verðlaun veitt fyrir fyrstu þrjú sæti í hverri grein. Keppt í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Þátttökugjald 1000 kr óháð greinafjölda.

Mótaröð UÍA og HEF verður á sínum stað í sumar.

Fjögur mót eru í mótaröðinni en á þeim reyndu keppendur með sér í all flestum greinum frjálsra íþrótta og safna stigum í gegnum alla mótaröðina. Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Þeir hlutskörpustu í hverjum flokki voru verðlaunaðir í lok sumars. Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli og keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Mót í mótaröðinni verða:

30. maí. Kúluvarp, 200 m hlaup, þrístökk.

26. júní. 80/100/110 m grindahlaup, hástökk, spjótkast og 1500 m hlaup.

25. júlí. Langstökk, 80/100 m hlaup, kringlukast og 800 m hlaup.

22. ágúst. Sleggjukast, langstökk, 400 m hlaup og frjálsíþróttaflipp!

Þátttökugjöld á hvert mót er 500 kr óháð greinafjölda.

15. ágúst verður hið bráðskemmtilega Spretts Sporlanga mót í frjálsum íþróttum fyrir 10 ára og yngri. Þar verður spreyta þátttakendur sig í 60 m hlaupi, langstökki, boltakasti og 400 m hlaupi, auk þess sem farið verður í þrautabraut og leiki. Þátttökugjald er 500 kr og allir þátttakendur fá viðurkenningu.

Frjálsíþróttakeppni á Sumarhátíð UÍA 6.-8. júlí verður að sjálfsögðu á sínum stað og ætluð öllum aldurshópum.

Auk þessa heldur ráðið utan um framkvæmd Maraþonboðhlaups FRÍ sem verður á Egilsstöðum 5. júní og verður auglýst nánar síðar.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok