Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum hefst 30. maí
Mótaröð UÍA og HEF í frjálsum íþróttum hefst á morgunn.
Fjögur mót eru í mótaröðinni en á þeim reynda keppendur með sér í all flestum greinum frjálsra íþrótta og safna stigum í gegnum alla mótaröðina. Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Þeir hlutskörpustu í hverjum flokki voru verðlaunaðir í lok sumars. Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli og hefjast öll kl 17:00. Keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.
Mót í mótaröðinni verða:
30. maí. Kúluvarp, 200 m hlaup, þrístökk.
26. júní. 80/100/110 m grindahlaup, hástökk, spjótkast og 1500 m hlaup.
25. júlí. Langstökk, 80/100 m hlaup, kringlukast og 800 m hlaup.
22. ágúst. Sleggjukast, langstökk, 400 m hlaup og frjálsíþróttaflipp!
Þátttökugjöld á hvert mót er 500 kr óháð greinafjölda. Skráningar berist á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.