Opnað fyrir skráningar á Unglingalandsmót
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningafrestur er til miðnættis sunnudagsins 29. júlí.
Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningafrestur er til miðnættis sunnudagsins 29. júlí.
Neisti vann stigabikarinn í sundi fjórða árið í röð á Sumarhátíðinni um síðustu helgi. Neisti fékk 424 stig en Höttur, sem varð í öðru sæti 384. Mótið gekk hratt og vel fyrir sér enda eru austfirskir sundstarfsmenn í góðri æfingu eftir Unglingalandsmótið í fyrra.
Ákveðið hefur verið að færa keppni sextán ára og eldri frá föstudegi til laugardags og sunnudags. Ekki verður keppt í knattspyrnu á Sumarhátíð 2012. Ekki var næg skráning í þessar greinar fyrir auglýstan skráningarfrest til að hægt væri að stefna á óbreytta dagskrá.
Úti í Nesi, stjörnulið Guðmundar Hallgrímssonar, fór með sigur af hólmi í bocciakeppni Sumarhátíðar 2012. Sex lið voru skráð til keppni að þessu sinni. Mótið var opið og hluti af hátíðardagskránni, spilað í síðdegissólinni á laugardag.
Um 190 þátttakendur tóku þátt í Nettómótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Sumarhátíð UÍA um síðustu helgi. Eins og undanfarin ár hampaði Höttur stigabikarnum í bæði yngri og eldri flokki í frjálsum íþróttum. Ásinn og Þróttur Neskaupstað veittu Hattarfólki harðasta samkeppni.
Strandblak er orðið að föstum viðburði á Sumarhátíð en keppt var í því í Bjarnadal í þriðja skipti. Fjögur lið voru skráð til leiks í yngsta flokknu, 12 ára og yngri, tvo lið í flokki 13-15 ára og þrjú lið í flokki fullorðinna 16 ára og eldri.
Hægt er að panta UÍA galla og frjálsíþróttabúninga sem tilbúnir verða á Unglingalandsmótinu. Frestur til að skrá sig fyrir slíkum gripum hjá skrifstofu er til hádegis föstudaginn 13. júlí.
Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.
Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.
Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.
Kennitala UÍA er: 660269-4369.