Opnað fyrir skráningar á Unglingalandsmót

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningafrestur er til miðnættis sunnudagsins 29. júlí.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Sundúrslit

Neisti vann stigabikarinn í sundi fjórða árið í röð á Sumarhátíðinni um síðustu helgi. Neisti fékk 424 stig en Höttur, sem varð í öðru sæti 384. Mótið gekk hratt og vel fyrir sér enda eru austfirskir sundstarfsmenn í góðri æfingu eftir Unglingalandsmótið í fyrra.

 

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Úrslit bocciakeppni

Úti í Nesi, stjörnulið Guðmundar Hallgrímssonar, fór með sigur af hólmi í bocciakeppni Sumarhátíðar 2012. Sex lið voru skráð til keppni að þessu sinni. Mótið var opið og hluti af hátíðardagskránni, spilað í síðdegissólinni á laugardag.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Úrslit í frjálsum

Um 190 þátttakendur tóku þátt í Nettómótinu í frjálsíþróttum sem fram fór á Sumarhátíð UÍA um síðustu helgi. Eins og undanfarin ár hampaði Höttur stigabikarnum í bæði yngri og eldri flokki í frjálsum íþróttum. Ásinn og Þróttur Neskaupstað veittu Hattarfólki harðasta samkeppni.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Keppnisgreinum fjölgað í frjálsum

Tveimur keppnisgreinum hefur verið bætt við í flokkum 16-17 ára og 18 ára og eldri á Nettómótinu í frjálsíþróttum á Sumarhátið vegna fjölda áskorana. Boðið verður upp á keppni í þrístökki og hástökki.

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Úrslit í strandblaki

 

Strandblak er orðið að föstum viðburði á Sumarhátíð en keppt var í því í Bjarnadal í þriðja skipti. Fjögur lið voru skráð til leiks í yngsta flokknu, 12 ára og yngri, tvo lið í flokki 13-15 ára og þrjú lið í flokki fullorðinna 16 ára og eldri.

Lesa meira

Búningapöntun fyrir Unglingalandsmót

Hægt er að panta UÍA galla og frjálsíþróttabúninga sem tilbúnir verða á Unglingalandsmótinu. Frestur til að skrá sig fyrir slíkum gripum hjá skrifstofu er til hádegis föstudaginn 13. júlí.

 

Lesa meira

Sumarhátíð 2012: Tímaseðill tilbúinn fyrir frjálsíþróttir

Tímaseðill Nettómótsins í frjálsíþróttum á Sumarhátíð er tilbúinn og kominn á vefið. Sextán ára og eldri keppa á föstudagskvöld, 11-18 ára laugardag og sunnudag og tíu ára og yngri aðeins á sunnudag. Öll boðhlaup og úrslitahlaup verða á sunnudag.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok