Opnað fyrir skráningar á Unglingalandsmót

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina. Skráningafrestur er til miðnættis sunnudagsins 29. júlí.

Keppnisgjaldið er 6.000 krónur á keppanda, óháð greinafjölda og er greitt annað hvort á mótsstað eða með greiðslukorti í lok skráningarinnar á netinu.

Fjölmennt lið var frá UÍA í fyrra enda mótið haldið á Egilsstöðum. Það er stefna UÍA að vera vel sýnilegt á Selfossi og því er minnt á að lokafrestur til að panta keppnisbúninga og galla merkta sambandinu, sem eiga að verða tilbúnir á mótinu, er á morgun föstudaginn 13. júlí.

Einn aðili hefur þegar boðað komu sína á Selfoss en það er lukkudýrið Sprettur Sporlangi sem flutti eftirfarandi vísu á síðasta þingi UMFÍ.

Á landsmóti er líf og fjör
leikur, söngur gaman.
Börnin öll með bros á vör
best að vera saman.

Sællegur og sáttur kveð,
segi bless með kossi.
Hlaupum, hoppum allir með
hittumst á Selfossi.

Nánari upplýsingar má finna á www.ulm.is.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok