Sumarhátíð 2012: Íþróttahátíð Spretts Sporlanga

Hreindýrið hjartastóra, Sprettur Sporlangi, stendur fyrir sinni eigin íþróttahátíð á Sumarhátíð UÍA 2012. Hátíðin verður á Vilhjálmsvelli klukkan 17:00 á laugardag. Þar verður keppt í nokkrum óhefðbundnum íþróttagreinum auk þess sem Sprettur býður gestum upp á tertu til að þakka frábærar viðtökur fyrsta ár hans sem lukkudýrs UÍA.

Bocciakeppni Sumarhátíðar verður hluti af íþróttahátíðinni en hún er öllum opin, líka klaufdýrum.

Keppt verður í starfshlaupi sem er stutt þrautabraut með fjölbreyttum úrlausnarefnum undir stjórn Sigurðar Aðalsteinssonar, starfsíþróttasérfræðings UÍA.

Stefán Bogi Sveinsson stýrir fáránleikum en þar verður keppt í þróttagreinum sem seint verða ólympíugreinar.

Taek-won-doe deild Hattar verður með sýningu á nokkrum brögðum, sýnir léttan bardaga og svo er aldrei að vita nema spýtur verði brotnar með óhefðbudnum hætti.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok