Sumarhátíð 2012: Úrslit bocciakeppni

Úti í Nesi, stjörnulið Guðmundar Hallgrímssonar, fór með sigur af hólmi í bocciakeppni Sumarhátíðar 2012. Sex lið voru skráð til keppni að þessu sinni. Mótið var opið og hluti af hátíðardagskránni, spilað í síðdegissólinni á laugardag.

Úti í Nesi vann Viljann frá Seyðisfirði 4-3 í mögnuðum úrslitaleik þar sem úrslitin réðust nánast á síðasta kasti. Þrjú lið léku til úrslita, Viljinn vann Bæjarins bestu, úrvalslið bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs 4-2 í fyrsta leik og Úti í Nesi vann síðan Bæjarins bestu 4-2.

Lið Framsóknar á Fljótsdalshéraði féll úr leik í fyrstu umferð fyrir Úti í Nesi 3-4 og sömu örlög hlaut Örvar sem tapaði 3-5 fyrir Bæjarins bestu. Einherji tapaði 1-14 fyrir Viljanum en fékk aukaleik, enda langt að komnir, sem tapaðist 1-7 gegn Úti í Nesi.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok