Sumarhátíð 2012: Úrslit bocciakeppni
Úti í Nesi, stjörnulið Guðmundar Hallgrímssonar, fór með sigur af hólmi í bocciakeppni Sumarhátíðar 2012. Sex lið voru skráð til keppni að þessu sinni. Mótið var opið og hluti af hátíðardagskránni, spilað í síðdegissólinni á laugardag.
Úti í Nesi vann Viljann frá Seyðisfirði 4-3 í mögnuðum úrslitaleik þar sem úrslitin réðust nánast á síðasta kasti. Þrjú lið léku til úrslita, Viljinn vann Bæjarins bestu, úrvalslið bæjarskrifstofa Fljótsdalshéraðs 4-2 í fyrsta leik og Úti í Nesi vann síðan Bæjarins bestu 4-2.
Lið Framsóknar á Fljótsdalshéraði féll úr leik í fyrstu umferð fyrir Úti í Nesi 3-4 og sömu örlög hlaut Örvar sem tapaði 3-5 fyrir Bæjarins bestu. Einherji tapaði 1-14 fyrir Viljanum en fékk aukaleik, enda langt að komnir, sem tapaðist 1-7 gegn Úti í Nesi.