Frjálsíþróttaskólinn hafinn: Fyrsti dagurinn kryddaður með skylmingnum og júdói

Frjálsíþróttaskóli UMFÍ var settur á Egilsstöðum eftir hádegið í gær. Að þessu sinni taka 22 krakkar af öllu Austurlandi þátt í skólanum.

 

Aldrei hafa fleiri mætt í skólann sem UÍA hefur haldið frá árinu 2008. Hildur Bergsdóttir, framkvæmdastýra er skólastjóri og stýrir flestum æfingum en ýmsir koma henni til aðstoðar. Þannig var Heiður Vigfúsdóttir til aðstoðar á spretthlaupsæfingu í gær.

Þótt skólinn beri frjálsíþróttanafnið hefur UÍA ávallt lagt áherslu á að kynna fleiri íþróttagreinar í skólanum sem stendur í viku. Í gær kenndu íþróttakennararnir Árni Ólason og Alda Jónsdóttir nemendunum grunnatriðin í júdói og skylmingum.

Fyrsta grein skólans að þessu sinni var samt langstökk. Stökkin voru mynduð og farið yfir upptökurnar á tæknifundi eftir kvöldmat.

Einnig er hægt að fylgjast með tíðindum úr skólanum á Twitter.

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok