Frjálsíþróttaskólinn dagur 3: Hjólabátar og hestar á Hallormsstað

Þriðji dagur Frjálsíþróttaskólans er að baki. Dagskráin var brotin upp eftir hádegið þar sem farið var með hópinn inn í Hallormsstað. Dagurinn reyndi verulega á því hann hófst með látum í morgun.

Liðinu var stefnt út á Vilhjálsmvöll rétt rúmlega átta í morgun þar sem Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir, kennari á Egilsstöðum, tók hópinn í cross camp tíma. Slíkt æði hefur skotið sér niður á Egilsstöðum þar sem stór hópi bæjarbúa vaknar fyrir allar aldir og mætir á æfingar á vellinum.

Síðan tók við hin hefðbundna morgunæfing í frjálsum. Daði Sverrisson var gestakennarinn og kenndi grunnatriðin í sleggjukasti en Hildur þjálfaði nemendurna í kúluvarpi.

Hádegismaturinn var snemma því stefnan var tekin á Hallormsstað. Þar var hópnum skipt í tvennt. Annars var farið í klukkustundar langa hestaferð upp frá Hússtjórnarskólanum, hins vegar á báta í Atlavík.

Eftir kaffi var ratleikur í Trjásafninu þar sem leysa þurfti ýmis verkefni á um tuttugu stöðvum. Það gekk almennt vel en leikurinn var krefjandi eins og fleiri verkefni vikunnar. Sumir voru því gríðarlega þreyttir þegar komið var aftur í Egilsstaði um kvöldmatarleytið. Áður en farið var úr skóginum var samt slegið upp lítilli grillveislu með sykurpúðum.

Ekki var allt búið enn. Eftir kvöldmatinn var farið í íþróttahúsi þar sem íþróttafræðingarnir Stefán Andri Stefánsson og Viðar Örn Hafsteinsson buðu upp á handbolta og körfubolta. Með Viðari, sem þjálfar meistaraflokk Hattar í körfuknattleik, í för var Andrés Kristleifsson sem leikur með íslenska U-17 ára landsliðinu.

UÍA á Twitter

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok