Skógarskokk Þristar

Hið árlega Skógarskokk UMF Þristar fór fram í Hallormsstaðaskógi síðastliðinn föstudag, í blíðskapar veðri. Keppendur í 1.-4. bekk hlupu 1,5 km og keppendur á mið- og unglingastigum hlupu 3 km hring í gegnum skóginn. Þátttaka var góð enda gaman að hlaupa í skóginum á fallegum vordegi sem þessum.

Sigurvegarar á yngsta stig voru Sonja Eir Fannarsdóttir og Þorsteinn Ivan Bjarkason, á miðstig sigraði Hjálmar Óli Jóhannsson í drengjaflokki og Eydís Hildur Jóhannsdóttir og Sigurlaug Þórsdóttir komu fyrstar og jafnar í mark af stúlkum. Á unglingastig voru spretthörðust þau Mikael Máni Freysson og Hjördís Sveinsdóttir.

Á myndinni hér til hliðar má sjá sigurvegara Skógarskokksins 2012. Myndina tók Bergrún Þorsteinsdóttir.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok