Fjölbreyttur Frjálsíþróttaskóli framundan

Þátttakendur í Frjálsíþróttaskóla UMFÍ, sem fram fer á Egilsstöðum í næstu viku, eiga von á fjöri og fjölbreytni. Auk ótal frjálsíþróttaæfinga, fá nemendur skólans kynningar á hinum ýmsu íþróttum s.s. skylmingum, júdó, boccia og fimleikum. Farið verður á hestbak, í bátsferð, cross camp og sitt hvað fleira.

Enn er opið fyrir skráningar í skólann á heimasíðu hans. Skólinn er ætlaður þátttakendum á aldrinum 11-18 ára og stendur frá hádegi á mánudeginum 11. júní til hádegis á föstudeginum 15. júní. Nemendur gista saman í Félagsmiðstöðinni Nýjung. Þátttökugjöld er 17.000 kr.

Nánari upplýsingar um skólann veitir skrifstofa UÍA.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok