Gestabókin komin á Sandfellið

Starfsmenn UÍA fóru í gær með gestabók upp á Sandfell í Fáskrúðsfirði sem er fjall UÍA í verkefni UMFÍ Fjölskyldan á fjallið 2012.

Sandfellið er sunnan megin í Fáskrúðsfirði og er farið upp með Víkurgerðisá inn í Fleinsdal og gengið upp á fjallið að suðaustanverðu. Fjallið er líparítfjall og jarðfræðilega einstakt.

Gönguleiðin er stikuð. Fyrsti hluti leiðarinnar inn í botn Fleinsdals er gróinn og ekki mjög brattur en leiðin á fjallið er brattari og erfiðari, einkum fyrir óvana. Áætlaður uppgöngutími er 2-2,5 tímar.

Framkvæmdastýra UÍA leiddi starfsmannagönguna og hefði sennilega farið á toppinn á einum og hálfum tíma hefði formaðurinn ekki verið með í för og tafið. Eftir að hafa fengið nóg af sniglinum stakk framkvæmdastýran af á endasprettinum og fór ein á tindinn.

Að hennar sögn er útsýnið af toppnum ægifagurt og sést bæði inn í þorpið í Fáskrúðsfirði og út fjörðinn að Skrúði. Útsýnið úr hlíðinni er líka fagurt.

Bókin fór samt upp og er tilbúin fyrir gönguvikuna „Á fætur í Fjarðabyggð“ sem hefst á morgun en hún byrjar einmitt á göngu á Sandfell.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok