Fimmti dagur Frjálsíþróttaskóla: Uppskerumót og útskrift

Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og lokastund Frjálsíþróttaskólans var þar engin undanteking á þótt einnig væri tilhlökkun í lofti yfir að vera á heimleið eftir erfiða viku. Skólanum lauk á frjálsíþróttavikunnar þar sem vinna vikunnar skilaði sér í afrekum.

Morguninn hófst á samverustund þar sem nemendurnir hrósuðu hverjir öðrum fyrir sína fjölbreyttu hæfileika.

Eftir hana var uppskerumót á Vilhjálmsvelli þar sem keppt var í hástökki, spretthlaupi, spjótkasti, 800 metra hlaupi og boðhlaupi. Margir náðu þar virkilega góðum árangri og ljóst að vikudvölin skilaði sér í bætingum.

Margir foreldrar og systkini mættu á mótið, kvöttu nemendurna áfram og hjálpuðu til við að láta mótið ganga sem best.

Skólanum var síðan slitið með pizzaveislu í Nýung en þar var einnig hin formlega útskrift fór fram. Nemendurnir fengu spjald með gildum ungmennafélagsandans og viðurkenningarskjal.

Úrslit mótsins

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok