Fimmti dagur Frjálsíþróttaskóla: Uppskerumót og útskrift
Kveðjustundir eru alltaf erfiðar og lokastund Frjálsíþróttaskólans var þar engin undanteking á þótt einnig væri tilhlökkun í lofti yfir að vera á heimleið eftir erfiða viku. Skólanum lauk á frjálsíþróttavikunnar þar sem vinna vikunnar skilaði sér í afrekum.
Morguninn hófst á samverustund þar sem nemendurnir hrósuðu hverjir öðrum fyrir sína fjölbreyttu hæfileika.
Eftir hana var uppskerumót á Vilhjálmsvelli þar sem keppt var í hástökki, spretthlaupi, spjótkasti, 800 metra hlaupi og boðhlaupi. Margir náðu þar virkilega góðum árangri og ljóst að vikudvölin skilaði sér í bætingum.
Margir foreldrar og systkini mættu á mótið, kvöttu nemendurna áfram og hjálpuðu til við að láta mótið ganga sem best.
Skólanum var síðan slitið með pizzaveislu í Nýung en þar var einnig hin formlega útskrift fór fram. Nemendurnir fengu spjald með gildum ungmennafélagsandans og viðurkenningarskjal.