Úrslit ráðin í spurningakeppni Neista

Á ári hverju stendur Neisti fyrir spurningakeppni milli fyrirtækja í bænum og er keppni jafnan spennandi og skemmtileg. Úrslit í spurningakeppni Neista 2012 fóru fram miðvikudaginn 16. maí. Til úrslita kepptu Vísir hf., Djúpavogshreppur, Ferðaþjónustan Eyjólfsstöðum og Hótel Framtíð.

Vísir og Djúpavogshreppur höfðu tryggt sér þátttökurétt eftir sigur á sitthvoru undankeppniskvöldinu, Hótel Framtíð tók þátt sem stigahæsta tapliðið og Ferðaþjónustan á Eyjólfsstöðum átti sjálfkrafa þátttökurétt sem sigurvegari síðasta árs.

Í fyrstu umferð mættust lið Vísis hf. og Ferðaþjónustunnar á Eyjólfsstöðum þar sem Vísir hafði nauman sigur eftir harða keppni. Í annarri umferð mættust Djúpavogshreppur og Hótel Framtíð. Djúpavogshreppur fór með sigur af hólmi úr þeirri umferð.

Í fyrstu tveimur umferðunum var brugðið á leik þar sem einn keppandi úr hvoru liði, hverju sinni, átti að klæða sig í froskalappir og reyna að vippa af þeim svokallaðri tortillaköku upp á hausinn á sér en á hann var búið að festa plastlok. Keppendur sýndu ótrúleg tilþrif í þessari keppni en sú eina sem náði að klára verkefnið var Snjófríður Kristín Magnúsdóttir úr liði Vísis hf.

Í úrslitum mættust því Vísir og Djúpavogshreppur. Að loknum hraðaspurningum var staðan 16-14, Djúpavogshreppi í vil en áður en að síðustu spurningu kvöldsins kom hafði Vísir hf. jafnað. Ótrúleg þekking Skúla Benediktssonar á Bastilludeginum í Frakklandi tryggði Djúpavogshreppi 2 stig og þar með sigur í keppninni 27-25.

Skemmtilegri keppni lokið og óskar stjórn Neista, Djúpavogshreppi til hamingju með sigurinn.

Fleiri myndir frá keppninni má sjá hér í myndasafni á heimasíðu Neista.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok