Öxi 2012
UMF Neisti ásamt Djúpivogshrepp og fleiri dyggum stuðningaðilum standa fyrir Öxi 2012, sem er þríþrautarkeppni, verður haldin í fyrsta skipti í ár dagana 30. júní og 1. júlí á Djúpavogi. Þríþrautin sjálf fer fram laugardaginn 30. júní.
Dagskrá helgarinnar er eftirfarandi:
Föstudagur 29. júní kl. 20:00
Ferðafélag Djúpavogs verður með stutta kynningargönguferð um bæinn og næsta nágrenni.
Laugardagur 30. júlí kl. 10:00
Þríþraut:
750 m sjósund Synt af Staðareyri suður yfir Berufjörð.
13 km hjólreiðar Inn Berufjarðardalinn og uppá Öxi.
19 km hlaup Yfir í Fossárdal og að Eyjólfsstöðum
18 km hjólreiðar frá Eyjólfsstöðum á Djúpavog
Þrír aðilar geta keppt saman, þá þannig að einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Samanlagður tími keppenda í greinunum ræður úrslitum. Keppnisnúmer verða afhent við upphaf sundsins.
Keppendum er skylt að synda í blautbúningi og er búningsaðstaða til staðar að loknu sundi.
Athugið að nota verður sama reiðhjól á báðum vegalengdum og mun keppnisstjórn sjá um flutning.
Boðið verður upp á drykki við lok sundsins, á Merkjahrygg, við bæinn Eyjólfsstaði og við lok keppni. Keppendur fá síðan hressingu og frítt í sund eftir keppnina við íþróttahúsið á Djúpavogi .
Keppnisgjald er 3.500 kr. og er skráning hafin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Innifalið í keppnisgjaldi er hressing, aðgangur að sundlaug og íþróttahúsi auk þess sem keppendur fá bol keppninnar. Keppendur þurfa að skrá sig fyrir fimmtudaginn 10. júní nk. Allar upplýsingar eru veittar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Gúmmiskóaganga á vegum Ferðafélags Djúpavogs:
Hefst við Íþróttahúsið á Djúpavogi kl. 18:00. Gengið verður út Vörðuna sem leið liggur með sjónum út í Hvítasand. Frá Hvítasandi með ströndinni út í Hvaley. Frá Hvaley að Sandey, skoðaður hellirinn í Sandey. Frá Sandey er haldið að flugbrautinni og að íþróttahúsinu þar sem gangan endar. Um er að ræða 2 ½ til 3ja tíma göngu. Gangan er fyrir fólk á öllum aldri.
Markmið er að sem flestir verði í gúmmískóm eins og forfeður okkar þegar þeir gættu að fé sínu sem hélt sig á þessu svæði.
Frítt er í gönguna og ekki þarf að skrá sig.
Sundlaug Djúpavogs verður opin til miðnættis, og er göngufólki boðið ókeypis í sund..
Sunnudagur, 1. júlí 2012
Tásutölt
Hefst kl. 10:00 úti á Söndum við enda flugbrautarinnar. Ræst er í hlaupið við Langhólma. Hlaupið er tásunum einum saman, "berfættur" Boðið er upp á tvær vegalengdir:
2 km Tölt frá Langhólma að Kiðhólma í fjöruborðinu og sömu leið til baka.
4 km Tölt frá Langhólma að Kiðhólma, í fjöruborðinu og sömuleið til baka. Haldið áfram í fjöruborðinu að Sandey og til baka aftur að Langhólma.
Tásutölt er fyrir alla fjölskylduna og verða verðlaun afhent fyrir fjölmennustu fjölskylduna, yngsta barnið og elsta þátttakandann. Verðlaun verða afhent í sundlaug Djúpavogs eftir göngu. Frítt er í Tásutöltið og ekki þarf að skrá sig sérstaklega.
Keppendur og aðstandendur fá frítt í sundlaug Djúpavogs á eftir.