Sumarið fer vel af stað hjá frjálsíþróttafólki UÍA

Það er óhætt að segja að sumarstarfið hjá frjálsíþróttaráði UÍA sé hafið af krafti, en síðastliðinn sunnudag fór fram Meistaramót UÍA í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og eldri.

Mótið var haldið á Vilhjálmsvelli og voru aðstæður þar prýðilegar, þegar búið var að moka snjó af langstökksbraut og -gryfju!

Um 30 keppendur frá Hetti, Þristi, Þrótti og Leikni kepptu á mótinu og reyndu þar með sér í kúluvarpi, 60 m hlaupi, langstökki, hástökki og 600/800 m hlaupum.Veitt voru verðlaun fyrir þrjú fyrstu sæti í aldursflokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri. Víða var spennandi og skemmtileg keppni og það er ljóst að frjálsíþróttafólk á Austurlandi kemur vel undan vetri og hlakkar til viðburðarríks sumars. Þar er af nógu að taka en mótaröð UÍA og HEF hefst strax í næstu viku.

Fjögur mót eru í mótaröðinni en á þeim reyndu keppendur með sér í all flestum greinum frjálsra íþrótta og safna stigum í gegnum alla mótaröðina. Sex stig eru veitt fyrir 1. sæti, 5 stig fyrir annað sæti og þannig koll af kolli. Þeir hlutskörpustu í hverjum flokki voru verðlaunaðir í lok sumars. Öll mótin fara fram á Vilhjálmsvelli og keppt er í flokkum stúlkna og pilta 11 ára, 12-13 ára, 14-15 ára og 16 ára og eldri.

Mót í mótaröðinni verða:

30. maí. Kúluvarp, 200 m hlaup, þrístökk.

26. júní. 80/100/110 m grindahlaup, hástökk, spjótkast og 1500 m hlaup.

25. júlí. Langstökk, 80/100 m hlaup, kringlukast og 800 m hlaup.

22. ágúst. Sleggjukast, langstökk, 400 m hlaup og frjálsíþróttaflipp!

Þátttökugjöld á hvert mót er 500 kr óháð greinafjölda.

UÍA þakkar keppendum og starfsfólki á Meistaramóti UÍA kærlega fyrir daginn og hlakkar til að sjá ykkur aftur í næstu viku á fyrsta móti UÍA og HEF.

Úrslit Meistaramótsins má nálgast hér.

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðlaunahafa í kúluvarpi stúlkna 12-13 ára; Jóhönnu Malen Skúladóttur, Þristi (2. sæti), Aðalheiði Sjöfn Helgadóttur, Hetti (1. sæti) og Heiðu Elísabetu Gunnarsdóttur, Þrótti (3. sæti).

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok