Maraþonboðhlaup FRÍ

Þann 5. júní næstkomandi stendur Frjálsíþróttasamband Íslands fyrir svokölluðu Maraþonboðhlaupi. Um er að ræða fjáröflun fyrir ólympíuhóp FRÍ og verður hlaupið á fjórum stöðum á landinu, þar á meðal hér á Fljótsdalshéraði.

 

Hlaupinn verður 7x3 km hringur (samtals 21 km) og það geta verið allt að sjö manns í liði. Hver liðsmaður verður að hlaupa a.m.k. 3 km en einnig er hægt að vera einn í „liði“ og hlaupa alla 21 kílómetrana.

Frjálsíþróttaráð UÍA sér um framkvæmd hlaupsins á Héraði. Hringurinn sem við ætlum að hlaupa er svokallaður Hitaveituhringur. Við byrjum við Tunguvegamótin, hlaupum eftir Tunguveginum, upp að græna hitaveitutanknum, niður að Herði og aftur að vegamótunum. Ræsing er stundvíslega kl. 18:00. Hringinn má sjá hér.
Skráningargjöld eru 10.500 kr fyrir lið og 3.500 kr fyrir einstaklinga, en eins og áður hefur komið fram er um að ræða fjáröflun fyrir íslensku ólympíufarana auk þess sem hluti ágóðans rennur til frjálsíþróttastarfs UÍA.

Skráning fer fram hér.  Athugið að velja réttan keppnisflokk, nöfn flokkanna sem við keppum í hér byrja öll á „Landsbyggðin...“.

Forskráningu lýkur sunnudaginn 3. júní kl. 22:00. Eftir það hækka skráningargjöldin.

Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og að hlaupi loknu fer fram happdrætti þar sem dregið verður úr keppnisnúmerum.

Þetta er tilvalið tækifæri fyrir starfsmannahópa, saumaklúbba, vinahópa og aðra til að reima á sig hlaupaskóna, fá sér góðan hlaupatúr í vorblíðunni og styrkja í leiðinni íslenskt afreksfólk og grasrótarstarf í heimabyggð.

Nánari upplýsingar veitir Elsa Guðný Björgvinsdóttir, formaður frjálsíþróttaráðs í síma 867-3225

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok