Góður árangur UÍA keppenda á Vormóti Breiðabliks og Heilsu í sundi

Um síðustu helgi héldu fimm keppendur úr úrvalshópi UÍA í sundi á Vormót Breiðabilks og Heilsu sem fram fór í Kópavogslaug.

Þau Hildur Írena, Nanna Björk, Nikólína Dís, Eva Dröfn og Guðjón Vilberg voru í góðum félagsskap yfir 200 sundmanna sem flestir komu af höfuðborgarsvæðinu. Okkar krakkar stóðu sig vel nokkur komust á pall og mikið var um bætingar. Nanna Björk Elvarsdóttir Þrótti hafnaði í öðru sæti í 50 m flugsundi og þriðja sæti í 50 m baksundi, stalla hennar einnig úr Þrótti Hildur Írena Aðalsteinsdóttir hafnaði í þriðja sæti í 100 m bringusundi og Eva Dröfn Jónsdóttir Leikni varð þriðja í 50 metra flugsundi í  en allar kepptu þær í flokki stúlkna 12 ára og yngri.

Óskar Hjartarson þjáflari hópsins fylgdi honum suður og var að vonum ánægður með árangurinn.

Heilarúrslit mótsins má finna hér.

Meðfylgjandi mynd var tekin af vöskum UÍA keppendum í sundi á ULM síðastliðið sumar.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok