Skráning hafin á Æskulýðsdaga Blæs

Hestamannafélagið Blær heldur sína árlegu æskulýðsdaga á Kirkjubólseyrum dagana 8.-10. júní. Kennari verður Helga Rósa Pálsdóttir.

Allir krakkar að 18 ára aldri sem geta útvegað sér reiðskjóta eru velkomnir. Dagskráin hefst föstudaginn 8. júní kl 10:00 við félagshús Blæs með setningu æskulýðsdaga og þá eiga allir að vera mættir með hestana sína inn á félagssvæði.
Nauðsynlegt er að foreldri eða fullorðinn forráðamaður fylgi ungum og/eða óreyndum knöpum.

Á æskulýðsdögum dvelja þátttakendur á félagssvæðinu allan tímann og gista í tjöldum ef veður leyfir en annars í félagshúsinu. Ekki þarf að taka með sér nesti og þátttaka er ókeypis. Ýmislegt skemmtilegt verður á dagskrá með hestamennskunni, farið verður í sund, ýmiskonar hópastarf, óvissuferð, grillað,  haldnar kvöldvökur og fleira.


Skráning og frekari upplýsingar á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hjá Helgu Rósu í síma 865-4247. Í skráningu þarf að koma fram nafn og aldur knapa og nafn reiðskjóta. Nánari dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins www.123.is/blaer þegar nær dregur.
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 4. júní.


Æskulýðsnefnd Blæs

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok