Samfélagsdagur 26. maí

Næstkomandi laugardag munu sveitarfélögin Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður taka höndum saman og efna til samfélagsdags, með dyggum stuðningi frá Alcoa. Markmið dagsins er að virkja íbúa sveitarfélaganna til þátttöku í sjálfboðaliðaverkefnum. Um leið er vonast til að dagurinn geti orðið skemmtilegur og árangursríkur, skapað samstöðu og stemmningu meðal íbúanna og skilað öllum betra samfélagi. Fjölda mörg í þrótta- og ungmennafélög munu taka þátt í dagskrá dagsins, leggja sitt að mörkum við að fegra og bæta umhverfi sitt og kynna starfsemi sína.

Það verður til að mynda líf og fjör á Vilhjálmsvelli næstkomandi laugardag, en þá stendur Íþróttafélagið Höttur fyrir Hattardegi í tengslum við Samfélagsdag Fljótsdalshéraðs.

Hattardagurinn stendur frá 13:00-15:00 og verður meðal annars boðið uppá myndasýningu, deildir kynna starf sitt og bjóða gestum og gangandi að spreyta sig í hinum ýmsu greinum svo sem vítaspyrnukeppni, spjótkasti og fimleikadansi, grillaðar verða pylsur og Hattarfatnaður til sölu. Fyrr um daginn frá kl 10:00-14:00 mun Höttur taka til hendinni á Vilhjálms- og Fellavöllum.

UMF Fram mun, ásamt Kvennfélaginu Björk, leggja sitt að mökrum til að fegra umhverfi félagsheimilisins Hjaltalundar, grysja þar og gróðursetja, týna rusl og dytta að ýmsu því sem lagfæringar þarfnast.

Blakdeild Þróttar ásamt vöskum sjálfboðaliðum frá Alcoa munu taka til hendinni umhverfis strandblakvellina á Norðfirði og gera þar skemmtilegt útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Að því loknu verður blásið til strandblakmóts.

UMF Austri mun láta til sín taka á svæðinu umhverfis sundlaugina á Eskifirði.

Á Seyðisfirði mun Golfklúbbur bæjarins verða með opið hús, kaffi á könnunni og kynningu á golfíþróttinni milli kl 10:00-14:00. Auk þess munu kraftmiklir sjáflboðaliðar frá Alcoa byggja stúku umhverfis knattspyrnuvöllinn við Garðarstjörn.

Fjölda mörg önnur félgasamtök og fyrirtæki taka þátt í hinum ýmsu verkefnum þennan dag. Dagskrá og nánari upplýsingar um samfélagsdaginn á Fljótsdalshéraði, Fjarðabyggð og Seyðisfirði, má finna með að smella á viðkomandi sveitarfélag.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok