Hennýjarmótið í sundi fór í sundlaug Eskifjarðar sunnudaginn 3. mars síðastliðinn. Mótið er haldið til minningar um Þorbjörgu Hennýju Eiríksdóttur sem fórst af slysförum haustið 2011. Mótið er haldið á fæðingardegi hennar.
Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudag. Í undanúrslitum eru Ásinn, Sérdeildin 1, Sérdeildin 2 og Austri.
Þróttur tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins í blaki kvenna í kvöld. Karlaliðið hefur leik gegn HK í Kópavogi annað kvöld.
Knapinn Hans Kjerúlf var sigursæll á ístöltskeppni Freyfaxa sem fram fór á Móavatni við Tjarnarland fyrir skemmstu. Hann vann þar allar höfuðgreinarnar þrjár, nokkuð sem enginn annar hefur leikið eftir í tíu ára sögu mótsins. Í A-flokki gæðinga sigraði Hans á Flugar frá Kollaleiru og á Flans frá Víðivöllum fremri í B-flokki og opnum flokki.
Ungmennafélag Íslands leitar að þátttakendum í alþjóðlegt verkefni sem ber yfirskriftina „YESweRUN“ sem ISCA heldur utan um. Það er hluti af Move Week sem í fyrsta sinn var haldin í fyrra en Fljótsdalshérað var meðal þátttakenda í vikunni.
Ungmennafélag Íslands og Félag áhugafólks um íþróttir aldraða (FÁÍA) standa fyrir dags námskeiði um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri á Reykjalundi föstudaginn 22. mars. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum um hreyfingu einstaklinga 50 ára og eldri sem og fyrir áhugafólk um hreyfingu almennt.