Úrslit af Hennýjarmóti í sundi

Hennýjarmótið í sundi fór í sundlaug Eskifjarðar sunnudaginn 3. mars síðastliðinn. Mótið er haldið til minningar um Þorbjörgu Hennýju Eiríksdóttur sem fórst af slysförum haustið 2011. Mótið er haldið á fæðingardegi hennar.

Lesa meira

Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins á sunnudag

Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudag. Í undanúrslitum eru Ásinn, Sérdeildin 1, Sérdeildin 2 og Austri.

Lesa meira

Hans Kjerúlf sigursæll á Ístölt Austurland

Knapinn Hans Kjerúlf var sigursæll á ístöltskeppni Freyfaxa sem fram fór á Móavatni við Tjarnarland fyrir skemmstu. Hann vann þar allar höfuðgreinarnar þrjár, nokkuð sem enginn annar hefur leikið eftir í tíu ára sögu mótsins. Í A-flokki gæðinga sigraði Hans á Flugar frá Kollaleiru og á Flans frá Víðivöllum fremri í B-flokki og opnum flokki.

Lesa meira

Þing UÍA í Neskaupstað 14. apríl

Þing UÍA verður haldið í Egilsbúð í Neskaupstað sunnudaginn 14. apríl klukkan 11:00. Þingið er æðsta vald í málefnum sambandsins.

Lesa meira

Já við hlaupum: Þátttaka í alþjóðlegu verkefni

Ungmennafélag Íslands leitar að þátttakendum í alþjóðlegt verkefni sem ber yfirskriftina „YESweRUN“ sem ISCA heldur utan um. Það er hluti af Move Week sem í fyrsta sinn var haldin í fyrra en Fljótsdalshérað var meðal þátttakenda í vikunni.

Lesa meira

Hrönn sigurvegari í kvennatölti Blæs

Heimakonan Hrönn Hilmarsdóttir hrósaði sigri í flokki vanra kvenna á kvennatölti Blæs sem haldið var í Dalahöllinni í þriðja sinn fyrir skemmstu.

Lesa meira

Námskeið um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri

Ungmennafélag Íslands og Félag áhugafólks um íþróttir aldraða (FÁÍA) standa fyrir dags námskeiði um hreyfingu og heilsu 50 ára og eldri á Reykjalundi föstudaginn 22. mars. Námskeiðið er ætlað leiðbeinendum um hreyfingu einstaklinga 50 ára og eldri sem og fyrir áhugafólk um hreyfingu almennt.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok