Já við hlaupum: Þátttaka í alþjóðlegu verkefni

Ungmennafélag Íslands leitar að þátttakendum í alþjóðlegt verkefni sem ber yfirskriftina „YESweRUN“ sem ISCA heldur utan um. Það er hluti af Move Week sem í fyrsta sinn var haldin í fyrra en Fljótsdalshérað var meðal þátttakenda í vikunni.

Verkefnið er opið ungmennum á aldrinum 18-30 ára og hafa áhuga á að efla sig í starfi og tileinka sér verkefnastjórnun. Þátttakendur færu í nafni UMFÍ eða sambandsaðila (UÍA) og skuldbinda sig til að taka þátt í öllum hlutum verkefnisins.

Fyrsti hlutinn fer fram í Danmörku í apríl 2013, annar hluti í Ungverjalandi í nóvember 2013 og þriðji og síðasti hlutinn á Portúgal í október 2014. Á meðan á verkefninu stendur vinna þátttakendur að verkefni heima í sínu landi.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér á vef ISCA og eyðublöð til að sækja um. Umsóknarfrestur rennur út 15.mars og farið verður yfir umsóknir eins fljótt og auðið er af verkefnastjórum ISCA.

Nánari upplýsingar veitir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi hjá UMFÍ, í síma 568-2929 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok