Úrvalshópur UÍA í frjálsum tók á sprett með Birni Margeirssyni

 

Úrvalshópur UÍA fékk til sín góðan gest síðastliðinn mánudag þegar afrekshlauparinn Björn Margeirsson heimsótti hópinn og tók með honum góða hlaupaæfingu á Vilhjálmsvelli.

Björn er hlaupurum og frjálsíþróttafólki að góðu kunnur. Hann hefur stundað millivegalengda- og langhlaup um árabil með góðum árangri og kom t.d. fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu síðasta sumar á tímanum 4:19:55.

Lesa meira

Skíðakeppendur UÍA gerðu það gott á Bikarmóti

 

Um helgina fór fram í Hliðarfjalli á Akureyri annað Bikarmótið af fjórum í Bikarmótaröðinni fyrir 14-15 ára á skíðum.

Keppendur UÍA stóðu sig með ágætum, tvenn verðlaun skiluðu sér austur en þar voru á ferð þeir Guðsteinn Ari Hallgrímsson (SKIS) sem náði 2. sæti í svig 15 ára og Þorvaldur Marteinn Jónsson (SFF) hafnaði í 3. sæti í stórsvigi 14 ára.

Lesa meira

Fimmta vetrarhlaup Hlaupahéranna á laugardag

 

Með hækkandi sól og batnandi hlaupafæri er komið að fimmta hlaupinu í vetrarhlaupasyrpu Hlaupahéranna en það fer fram næstkomandi laugardag, 23. febrúar.

Þess má til gamans geta að hlauparinn landsþekkti Björn Margeirsson hefur boðað komu sína í hlaupið. Björn er með bestu millivegalengda- og langhlaupurum landsins og kom t.d. fyrstur í mark í Laugavegshlaupinu á síðasta ári á tímanum 4:19:55. Við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að missa alls ekki af gullnu tækifæri til að hlaupa með þessum magnaða hlaupara og veita honum samkeppni.

Lesa meira

Glæsilegt Ístölt um helgina

 

Ístölt Austurland 2013 fór fram í blíðskaparveðri á Móavatni við Tjarnarland um helgina. Þar fóru verðurguðirnir á kostum og göldruðu fram þessa brakandi blíðu, og gerðu daginn eftirminnilegan. Fáir útiviðburðir verða betri en veðrið þann daginn.

Það má segja að Austfirðingurinn Hans Kjerúlf hafi átt Ístölt Austurland skuldlaust í gær. Hann gerði nokkuð sem enginn hefur gert áður í 10 ára sögu mótsins og vann allar þrjár höfuðgreinar ístöltsins, þ.e. A-flokk, B-flokk og tölt. Ekki slæm þrenna það hjá Kjerúlfinum.

Lesa meira

Námskeið í bogfimi

Nýverið var stofnuð bogfimideild við Skotfélag Austurlands. Nú um helgina stendur deildin fyrir námskeiði í bogfimi og fer það fram í Sláturhúsinu/Bragganum á Egilsstöðum.

Lesa meira

Fjölskyldukvöld í Stafdal

Föstudaginn 22. febrúar frá klukkan 17:00 - 21:00 verður boðið upp á fjölskyldukvöld á skíðasvæðinu í Stafdal. Lyftan í barnabrekku verður opin og skemmtileg tónlist í fjallinu. Í fjallinu verður leikjabraut sem öll fjölskyldan ætti að hafa gaman af. Athugið að þetta kvöld verður boðið upp á ókeypis byrjendakennslu í barnabrekku fyrir börn á öllum aldri.

Lesa meira

Gull og gleði á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum

 

Sex Íslandsmeistaratitlar skiluðu sér austur af Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 11-14 ára er fram fór í Laugardalshöll nú um helgina. Alls voru 377 keppendur skráðir til leiks frá 20 félögum víða af að landinu, þar af átti UÍA 14 keppendur sem fóru algjörlega á kostum sögn Lovísu Hreinsdóttur, annars tveggja þjálfara UÍA hópsins.

Lesa meira

Hennýjarmót í sundi 3. mars

Sunddeild Austra heldur þann 3. mars næstkomandi Hennýjarmót, til minningar um Þorbjörgu Henný Eiríksdóttur sem fórst af slysförum í fyrravetur, en Henný hefði orðið 19 ára þennan dag.

Mótið fór fram í fyrsta skipti í fyrra og var afar vel sótt og skemmtilegt í alla staði. Mótið er stigamót og í fyrra á hampaði sunddeild Hattar Hennýjarbikarnum en spennandi verður að sjá hvernig fer í ár.

Lesa meira

Syndum 100 km fyrir Huginn

 

Huginn fagnar eins og flestir vita 100 ára afmæli í sumar. Af því tilefni stendur félagið fyrir einum íþróttaviðburði í mánuði fram að afmælinu mikla. Febrúarviðburðurinn fer fram á morgunn og verður í votari kantinum.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok