Um liðna helgi var Björnsmót haldið í Stafdal, sem kennt er við einn af frumkvöðlum skíðaíþróttarinnar á Austurlandi, þ.e. Björn í Firði, á Seyðisfirði.
Keppendur á mótinu voru frá 4-16 ára og voru tæpleg 100 keppendur skráðir frá þremur skíðafélögum. Skíðafélagið í Stafdal, Skíðafélag Fjarðabyggðar og Mývetningi.
Uppskeruhátíð Neista var haldin í gær, 17. febrúar. Mikill fjöldi iðkenda mætti á svæðið og einnig þó nokkrir foreldrar. Veitt voru iðkendaverðlaun og var Bjarni Tristan Vilbergsson kosinn íþróttamaður ársins.
Lokaumferð í Meistaramótaröð Glímusambandsins var glímd um helgina í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA, Svanur Ingi Ómarsson UÍA og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA urðu Íslandsmeistarar og Magnús Karl Ásmundsson tvöfaldur Íslandsmeistari.
Nóg verður að gera hjá félagsmönnum í START – akstursíþróttafélagi á Fljótsdalshéraði í sumar. Mótahald verður óvenjuöflug auk þess sem sinna þarf hinni nýju mótorkrossbraut.
ÍSÍ í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni: Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski?
Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10. Þar mun Tomas Peterson prófessor í íþróttafélagsfræði við Háskólann í Malmö flytja erindi um rannsóknir sínar á getu- og aldurstengdum árangri unglinga, með tilliti til efniviðar og aldurs- og fæðingadaga þeirra. Tomas hefur gert margvíslegar rannsóknir í samvinnu við sænska knattspyrnusambandið, sveitafélög og skólayfirvöld.
Tæp 90% iðkenda innan aðildarfélaga UÍA í 8. – 10. bekk segja að vanalega sé gaman á æfingum. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur aukist verulega undanfarin tuttugu ár. Hún skilar bættri líðan ungmennanna. Þetta kom fram í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar sem Dr. Viðar Halldórsson kynnti á opnum fundi sem UÍA, UMFÍ og ÍSÍ stóðu fyrir á Egilsstöðum í síðustu viku.
UÍA ætlar að senda út fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður Ánægjuvogarinnar, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla á fimmtudag.
Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.
Fimmtudaginn 14. febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Grunnskólanum á Egilsstöðum og hefst fundurinn klukkan 17:15.