Um 100 keppendur á Björnsmóti

 

Um liðna helgi var Björnsmót haldið í Stafdal, sem kennt er við einn af frumkvöðlum skíðaíþróttarinnar á Austurlandi, þ.e. Björn í Firði, á Seyðisfirði.

Keppendur á mótinu voru frá 4-16 ára og voru tæpleg 100 keppendur skráðir frá þremur skíðafélögum. Skíðafélagið í Stafdal, Skíðafélag Fjarðabyggðar og Mývetningi.

Lesa meira

Uppskeruhátíð Neista

Uppskeruhátíð Neista var haldin í gær, 17. febrúar. Mikill fjöldi iðkenda mætti á svæðið og einnig þó nokkrir foreldrar. Veitt voru iðkendaverðlaun og var Bjarni Tristan Vilbergsson kosinn íþróttamaður ársins.

Lesa meira

Vilt þú vera UÍA maður á stormandi ferð?

 

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni.

Helstu verkefni:

• Umsjón með farandþjálfun

• Umsjón með frjálsíþróttaskóla UMFÍ

• Undirbúningur og framkvæmd fjölbreyttra íþróttamóta og -viðburða

Lesa meira

Fimm Íslandsmeistaratitlar austur.

Lokaumferð í Meistaramótaröð Glímusambandsins var glímd um helgina í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA, Svanur Ingi Ómarsson UÍA og Ásmundur Hálfdán  Ásmundsson UÍA urðu Íslandsmeistarar og Magnús Karl Ásmundsson tvöfaldur Íslandsmeistari.

Lesa meira

Öflugt keppnishald hjá START í sumar

 

Nóg verður að gera hjá félagsmönnum í START – akstursíþróttafélagi á Fljótsdalshéraði í sumar. Mótahald verður óvenjuöflug auk þess sem sinna þarf hinni nýju mótorkrossbraut.

 

Lesa meira

Hádegisfundur ÍSÍ og HÍ

ÍSÍ í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni: Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski?

Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10.  Þar mun Tomas Peterson prófessor í  íþróttafélagsfræði við Háskólann í Malmö flytja erindi um rannsóknir sínar á getu- og aldurstengdum árangri unglinga, með tilliti til efniviðar og aldurs- og fæðingadaga þeirra. Tomas hefur gert margvíslegar rannsóknir í samvinnu við sænska knattspyrnusambandið, sveitafélög og skólayfirvöld.

Lesa meira

Iðkendur innan UÍA ánægðir með starfið

Tæp 90% iðkenda innan aðildarfélaga UÍA í 8. – 10. bekk segja að vanalega sé gaman á æfingum. Þátttaka í skipulögðu íþróttastarfi hefur aukist verulega undanfarin tuttugu ár. Hún skilar bættri líðan ungmennanna. Þetta kom fram í niðurstöðum Ánægjuvogarinnar sem Dr. Viðar Halldórsson kynnti á opnum fundi sem UÍA, UMFÍ og ÍSÍ stóðu fyrir á Egilsstöðum í síðustu viku.

Lesa meira

Upplýsingar fyrir fjarfund með dr. Viðari

UÍA ætlar að senda út fyrirlestur Dr. Viðars Halldórssonar um niðurstöður Ánægjuvogarinnar, sem haldinn verður í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla á fimmtudag.

Lesa meira

Ánægjuvogin - Styrkur íþrótta

 

Ánægjuvogin er könnun sem UMFÍ og ÍSÍ stóðu að í sameiningu á stöðu íþróttastarfs, ánægju iðkenda, stöðu áfengis og tóbaksnotkunar og fleira meðal sambandsaðila í 8.-10.bekk.

Fimmtudaginn 14. febrúar munu UMFÍ og ÍSÍ standa í sameiningu fyrir fundi í Grunnskólanum á Egilsstöðum og hefst fundurinn klukkan 17:15.

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok