Fimm Íslandsmeistaratitlar austur.
Lokaumferð í Meistaramótaröð Glímusambandsins var glímd um helgina í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Eva Dögg Jóhannsdóttir UÍA, Svanur Ingi Ómarsson UÍA og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson UÍA urðu Íslandsmeistarar og Magnús Karl Ásmundsson tvöfaldur Íslandsmeistari.
Helstu úrslit Meistaramótsraðarinnar urðu þau að Stefán Geirsson HSK, Marín Laufey Davíðsdóttir HSK og Magnús Karl Ásmundsson UÍA urðu öll tvöfaldir Íslandsmeistarar og Svanur Ingi Ómarsson UÍA, Eva Dögg Jóhannsdóttir og Ásmundur Hálfdán Ásmundsson urðu Íslandsmeistarar í sínum flokki og Hjörtur Elí Steindórsson UÍA varð annar í unglingaflokki.
UÍA vann síðan stigakeppni félaga
Félög Stig
1. UÍA 141
2. HSK 128,5
3. Hörður 73
4. Mývetningur 54
5. GFD 27
6. KR 18,5
7. Ármann 11
Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með glæsilegan árangur.
Heildarúrslit mótsins má sjá hér á vef Glímusambandsins.