Öflugt keppnishald hjá START í sumar
Nóg verður að gera hjá félagsmönnum í START – akstursíþróttafélagi á Fljótsdalshéraði í sumar. Mótahald verður óvenjuöflug auk þess sem sinna þarf hinni nýju mótorkrossbraut.
Þetta kom fram á félagsfundi START sem haldinn var fyrir skemmstu. Félagið heldur í sumar bæði torfærukeppni og mótorkrosskeppni. Í fyrra var haldin mótorkrosskeppnin og síðustu ár á undan torfærukeppnir en slík keppni var ekki haldin eystra í fyrra.
Hin nýja mótorkrossbraut, sem gerð var fyrir Unglingalandsmótið 2011, hefur bætt aðstöðuna verulega og eflt starfið gríðarlega. Mikla sjálfboðaliðavinnu þarf til að halda brautinni við.
Það varð til dæmis mjög erfitt í fyrra vegna mikilla þurrka. Meðal annars var ráðist í að kaupa dráttarvél og haugsugu til að létta undir.
Þorsteinn Sigurlaugsson tók við af Atla Vilhelm Hjartarsyni sem formaður START á aðalfundi sem haldinn var seint á síðasta ári.