Um 100 keppendur á Björnsmóti

 

Um liðna helgi var Björnsmót haldið í Stafdal, sem kennt er við einn af frumkvöðlum skíðaíþróttarinnar á Austurlandi, þ.e. Björn í Firði, á Seyðisfirði.

Keppendur á mótinu voru frá 4-16 ára og voru tæpleg 100 keppendur skráðir frá þremur skíðafélögum. Skíðafélagið í Stafdal, Skíðafélag Fjarðabyggðar og Mývetningi.

 

Krakkarnir renndu sér bæði í svigi og stórsvigi og á laugardeginum kepptu 10 ára og yngri, en sunnudag kepptu 11 ára og eldri.

Keppendur stóðu sig með mikilli prýði og gekk mótið vel í alla staði þrátt fyrir erfið veðurskilyrði á sunnudeginum.

Heildarúrslit mótsins má finna hér á heimasíðu SKÍS.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok