Eitt silfur og tvö brons á MÍ 15-22 ára

 

UÍA átti níu keppendur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem fram fór í Laugardalshöll um helgina. Þrenn verðlaun skiluðu sér í hús auk þess sem mikið var um bætingar hjá UÍA fólki.

 

Meðal afreka má nefna að Daði Fannar Sverrisson lenti í öðru sæti í kúluvarpi í flokki pilta 16-17 ára og Helga Jóna Svansdóttir varð í þriðja sæti í þrístökki 15 ára stúlkna auk þess sem hún komst í úrslit í 60 m hlaupi og 60 m grindahlaupi. Mikael Máni Freysson náði þriðja sæti í 1500 m hlaupi í flokki 15 ára pilta og komst í úrslit í þrístökki og 60 m. Þá komust Einar Bjarni Helgason og Atli Pálmar Snorrason í úrslit í langstökki 15 ára pilta.

Sumir voru að stíga sín fyrstu skref á frjálsþróttamótum auk þess sem þónokkuð var um bætingar eins og áður sagði. Það er því óhætt að segja að árangurinn á mótinu lofi mjög góðu fyrir sumarið þegar keppnistímabilið utan húss fer á fullt.

 

 

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok