Hádegisfundur ÍSÍ og HÍ
ÍSÍ í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni: Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski?
Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10. Þar mun Tomas Peterson prófessor í íþróttafélagsfræði við Háskólann í Malmö flytja erindi um rannsóknir sínar á getu- og aldurstengdum árangri unglinga, með tilliti til efniviðar og aldurs- og fæðingadaga þeirra. Tomas hefur gert margvíslegar rannsóknir í samvinnu við sænska knattspyrnusambandið, sveitafélög og skólayfirvöld.
Hann hefur m.a. sýnt fram á að þjálfarar sem telja sig hafa fundið mikið efni á ákveðnum tímapunkti fundu í raun bráðþroska ungling. Hann mun svara fyrirspurnum úr sal varðandi öll álitamál tengd fyrirlestrinum og tengdum málum s.s. getuskiptingu, aldursskiptingu ofl.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku, verður tekinn upp og verður aðgengilegur á netinu. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Aðgangur er ókeypis.