Hádegisfundur ÍSÍ og HÍ

ÍSÍ í samvinnu við Háskóla Íslands standa fyrir fræðslufundi undir yfirskriftinni: Afreksíþróttir barna og unglinga- hvað ræður, efniviður eða líkamlegur þroski?

Mánudaginn 18. febrúar munu ÍSÍ og Íþrótta- og heilsufræðibraut HÍ standa í sameiningu fyrir hádegisfundi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal og hefst fundurinn kl.12:10.  Þar mun Tomas Peterson prófessor í  íþróttafélagsfræði við Háskólann í Malmö flytja erindi um rannsóknir sínar á getu- og aldurstengdum árangri unglinga, með tilliti til efniviðar og aldurs- og fæðingadaga þeirra. Tomas hefur gert margvíslegar rannsóknir í samvinnu við sænska knattspyrnusambandið, sveitafélög og skólayfirvöld.

Hann hefur m.a. sýnt fram á að þjálfarar sem telja sig hafa fundið mikið efni á ákveðnum tímapunkti fundu í raun bráðþroska ungling.  Hann mun svara fyrirspurnum úr sal varðandi öll álitamál tengd fyrirlestrinum og tengdum málum s.s. getuskiptingu, aldursskiptingu ofl.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku, verður tekinn upp og verður aðgengilegur á netinu. Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Aðgangur er ókeypis.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok