Málþing um hagræðingu úrslita

ÍSÍ og Íslenskar getraunir standa fyrir málþingi um baráttuna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum á morgun á milli klukkan tólf og tvö. Hægt verður að fylgjast með fundinum í gegnum netútsendingu.

Lesa meira

Ungt fólk og lýðræði á Egilsstöðum

 

Ungmennafélag Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum dagana 20. - 22. mars. Þema ráðstefnunnar að þessu sinni er þáttaka ungs fólks í skipulagsmálum sveitarfélaga.

Lesa meira

Mikil stemming á námskeiði í bogfimi

Tæplega tuttugu þátttakendur mættu á námskeið í bogfirði sem Skotfélag Austurlands stóð fyrir í síðustu viku. Formaður félagsins segir hina nýju grein lið í að auka fjölbreytnina í starfinu.

Lesa meira

Eysteinn Bjarni í U18 ára landsliðið

Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmaður úr Hetti, var í dag valinn í íslenska U-18 ára landsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð í maí. Eysteinn hefur verið fastamaður í Hattarliðinu í vetur, skorað 9,3 stig að meðaltali í leik.

Lesa meira

Kvennatölt Blæs

 

Kvennatölt Blæs verður haldið í Dalahöllinni laugardaginn 2.mars kl 14:00

Keppt verður í eftirtöldum flokkum:

Stelpuflokkur 16 ára og yngri

Opinn flokkur fyrir vanar konur

Opinn flokkur fyrir óvanar konur

Lesa meira

Handboltadagur Hugins

Handboltadagur Hugins fer fram laugardaginn 2. mars í Íþróttahúsinu frá klukkan 13-15. Þetta er þriðji viðburðurinn á árinu í tengslum við 100 ára afmæli Hugins. Markmið dagsins er fyrst og síðast að leika sér saman og hafa gaman.

Lesa meira

Framkvæmdastjóraskipti í morgun

Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá UÍA í morgun þegar Gunnar Gunnarsson, formaður, tók við af Hildi Bergsdóttur sem farin er í fæðingarorlof. Skiptin fóru formlega fram með boðhlaupsskiptingu á Vilhjálmsvelli.

Lesa meira

Ert þú UÍA maður á stormandi ferð?

Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands, UÍA óskar eftir sumarstarfsmanni.

Helstu verkefni:

• Umsjón með farandþjálfun

• Umsjón með frjálsíþróttaskóla UMFÍ

• Undirbúningur og framkvæmd fjölbreyttra íþróttamóta og -viðburða

Lesa meira

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok