Eysteinn Bjarni í U18 ára landsliðið

Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmaður úr Hetti, var í dag valinn í íslenska U-18 ára landsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð í maí. Eysteinn hefur verið fastamaður í Hattarliðinu í vetur, skorað 9,3 stig að meðaltali í leik.

Eysteinn er eini Austfirðingurinn í íslensku hópunum en U-16 og U-18 ára landslið karla og kvenna voru tilkynnt í dag. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Stykkishólmi, stýrir liðinu en Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er aðstoðarþjálfari hans.

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok