Eysteinn Bjarni í U18 ára landsliðið
Eysteinn Bjarni Ævarsson, körfuknattleiksmaður úr Hetti, var í dag valinn í íslenska U-18 ára landsliðið sem tekur þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð í maí. Eysteinn hefur verið fastamaður í Hattarliðinu í vetur, skorað 9,3 stig að meðaltali í leik.
Eysteinn er eini Austfirðingurinn í íslensku hópunum en U-16 og U-18 ára landslið karla og kvenna voru tilkynnt í dag. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells í Stykkishólmi, stýrir liðinu en Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, er aðstoðarþjálfari hans.