Framkvæmdastjóraskipti í morgun
Framkvæmdastjóraskipti urðu hjá UÍA í morgun þegar Gunnar Gunnarsson, formaður, tók við af Hildi Bergsdóttur sem farin er í fæðingarorlof. Skiptin fóru formlega fram með boðhlaupsskiptingu á Vilhjálmsvelli.
Þessa dagana er verið að ganga frá greiðslum á lottótekjum. Af næstu verkefnum UÍA má nefna páskaeggjamót í frjálsíþróttum í Neskaupstað og úrslitakeppni Bólholtsbikarsins sem fram fara sunnudaginn 17. mars. Þá er unnið að undirbúningi ráðstefnunnar Ungs fólks og lýðræðis sem verður haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars.