Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana um málefni samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna eru ungmennin sjálf.
Lið fimleikadeildar Hattar náðu góðum árangri á Íslandsmótsinu í hópfimleikum sem fram fór í Ásgarði í Garðabæ fyrir skemmstu í umsjá Stjörnunnar. Sex lið fóru frá deildinni með alls 59 keppendum.
Unglingameistarmót Íslands á skíðum verður haldið í Oddsskarði um helgina. Um 120 keppendur eru þar skráðir til leiks á einu fjölmennasta skíðamóti landsins.
Þuríður Nótt Björgvinsdóttir og Jóhann Beck Vilhjálmsson sem æfa með Hetti á Egilsstöðum komust bæði á verðlaunapall á Íslandsmóti í bardaga (sparring) sem haldið var fyrir skemmstu.
Ungmennafélagið Ásinn fagnaði á sunnudag sigri í Bólholtsbikarnum í körfuknattleik eftir 58-46 sigur á Sérdeildinni 1, sigurvegurum tveggja síðustu ára, í úrslitaleik.