Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins á sunnudag

Úrslitakeppni Bólholtsbikarsins í körfuknattleik fer fram í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudag. Í undanúrslitum eru Ásinn, Sérdeildin 1, Sérdeildin 2 og Austri.

Mikil spenna var í keppninni í ár en Ásinn og Sérdeildin 2 urðu jöfn að stigum í fyrsta sæti með sextán stig hvort og Sérdeildin 1 og Austri í þriðja sæti með sex stig.

Innbyrðisviðureign ræður úrslitum þegar lið eru jöfn að stigum. Ásinn fær því fyrsta sætið og Sérdeild 1 þriðja sætið.

Dagskrá sunnudagsins er því eftirfarandi:

9:30 Sérdeild 2 - Sérdeild 1
11:00 Ásinn - Austri
12:30-13:30 Matarhlé
13:30 Leikið um þriðja sætið
15:00 Úrslitaleikur
16:30 Meistarar krýndir, allt búið og allir fara glaðir heim

Í auglýsingu í Dagskránni var því ranglega haldið fram að Tíundi flokkur Hattar hefði komist í úrslitakeppnina. Hér með er beðist velvirðingar á þeim mistökum.

 

Staðsetning og opnunartími

Skrifstofa UÍA er staðsett að Tjarnarási 6 á Egilsstöðum gegnt Flytjanda.

Almennur opnunartími skrifstofu er frá kl. 9:00-15:00 alla virka daga.

Framkvæmdastjóri er Gunnar Gunnarsson.
Netfang: uia@uia.is og sími 471-1353.

Kennitala UÍA er: 660269-4369.

Landssambönd

ÍSÍ
UMFÍ

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.
Ok